Roma Spiluðu við Real Madrid í gær og var heldur dapurt að horfa á þá vera yfirspilaða a.m.k í seinni hálfleik.
Vörnin var úti á þekju og ég hef sjaldan séð Panucci jafn slakan og í gær.Guti stóð sig mjög vel og lék sér að varnarmönnum Rómarliðsins. Leikurinn endaði 3-0 og var það heldur mikið miðað við gang leiksins.
Hinn Leikurinn var viðureign Rosenborgar og Inter.
Inter komust yfir með marki frá Crespo.
Karadas jafnaði og kom Rosenborg yfir.
Cannavaro var síðan rekinn útaf á 70 mín en eftir leikinn sagði hann að fyrsta bókunin hafi verið réttlát en sú seinni ekki.
Á áttugustu mín tók crespo boltann á lofti eftir sendingu frá varamanninum Recoba.úrslit leiksins 2-2.
Cuper sagði eftir leikinn að þeir hefðu spilað betri færri og að Emre hefði átt frábæran leik.
Í kvöld fer fram leikur Milan gegn Lyon og er leikurinn sýndur á sýn.
Forza Inter!!!!