4 íslenskir strákar eru í reynslu eða fara í reynslu hjá erlendum liðum. Sigurður Donys Sigurðsson 16 ára leikmaður Einherja á vopnafirði hefur vakið mikla athygli hjá stórliði Middlesbrough eftir að hafa skorað 2 mörk í æfingaleik með liðinu. Newcastle hefur einnig sýnt pilti áhuga og Middlesbrough þarf því að vera fljótir ef þeir eigi að krækja í piltinn. Hann hefur ekki hlotið augu landsliðsþjálfara 17 ára liðsins þrátt fyrir mikla athygli í englandi.
Arsenal er að reyna ná í Pálma Rafn Pálmason 17 ára leikmann með völsungi. Þrátt fyrir ungan aldur er hann strax kominn í úrval um að komast í 19 ára landsliðið
2 leikmenn hjá HK eru í reynslu hjá belgíska úrvalsdeildarliði Lokeren Davíð Magnússon og Baldur Finnson eru báðir 19 ára fara til Lokeren í reynslu í 8 daga um næstu mánaðarmót. Þeir hafa báðir verið ofarlega á lista yfir markhæstu menn í b-riðli, þeir hafa ekki ennþá hlotið augu landsliðsþjálfaranna frekar en Sigurður Donys.