
Hann er nú hálfgerður vandræðagemsi, strákurinn, ég meina Barthez!
Annars er einhver gaur að nafni Anthony Le Tallec, striker hjá Le Havre í Frakklandi að tjá sig við blaðið "L´Equipe og þeir snöruðu yfir á Teamtalk um að hann hlakki ógurlega til að spila með Liverpool næstu leiktíð. Hann mun þá ásamt félaga sínum í Le Havre, Sinama Pongolle ganga til liðs við Púllarana. Þessi lið áttust við á undirbúningstímabilinu og Houllier verslaði bara tvo úr liðinu – en þeir koma ekki strax. Held að Houllier sé að safna strikerum en það er sosum gott að eiga þá á lager.
Gamla markamaskínan Dean Sounders, sem spilað hefur með ótal liðum og er nú framherjaþjálfari hjá Blackburn er væntanlega að fara að þjálfa landslið Wales – sem aðstoðarmaður Mark Hughes. Sounders sem gekk til liðs við Blackburn frá Bristol Rovers fyrir ári sem striker var þá strax settur í þjálfaradjobb og Greame Souness segir hann frábæran í djobbið.
Svo er ég auðvitað bara sáttur við að Eiður skuli skora tvö í dag. Hann var nú ekkert sérlega góður í leiknum strákurinn, en skorar og það telur. Furðulegt með Newcastle, eins og þeim gekk vel í fyrra. Tapa 2-0 fyrir Leeds og 3-0 fyrir Chelsea þó þeir sæki mestallan leik. Þessir andskotar skoruðu yfirleitt tvö-þrjú mörk á síðasta korterinu í fyrra en skora varla nú (nema tvö á síðustu mínútunum á móti Liverpool) og eru komnir með heil fjögur stig í nítjánda sæti. Gæti verið betra – ha.