Ég er nú Liverpool aðdáandi og fylgdist með leik Liverpool og Tottenham á sunnudag og ég verð að seigja að ég varð fyrir vonbrigðum með leik minna manna. Mér fannst vörnin óskipuleg, miðjan hreyfingalaus og sóknin var hreint út sagt hræðileg. Þó Fowler hafi skorað þetta marka fannst mér hann ógeðslega lélegur í þessum leik, ef hann komst nálægt boltanum (eða fékk hann í fæturnar því hann nenti nú ekki að hlaupa á eftir honum) þá reyndi hann alltaf einhverjar ógurlega fjölleikhússpyrnur til að losa sig við hann, Owen átti nú ekki góðan leik og vill ég meina að það sé sök Fowlers því hann gat nákvæmlega ekkert lesið út hvað Fowler myndi gera þegar hann fékk boltan, hraði hans nýttist ekki því hann náði ekki að losa sig frá varnamönnum Spurs sem áttu ágætan leik(þó sum brotin hafi nú verið tvísýn). En Fowler er ekki í nokkrum takti við það sem hann er að gera og virist ekki taka leikinn alvarlega.
Ps. áfram Liverpool