Hvað er aulinn hann Titus Bramble að gera hjá Newcastle,
hann hefur ekki gert neitt hjá félaginu það sem af er leiktíð,
og á einhvern óskiljanlegan hátt er hann ennþá í byrjunarliði Newcastle.
Í leiknum á móti Liverpool var hann alltaf dettandi og gat enganveginn skilað sínu hlutverki sem hafsent.
Hann gerði sömu mistökin á móti Man. City þá sem hægri bakvörður, en í þeim leik gat hann ekki rassgat, hann missti framherja City fram hjá sér í hverri einustu sókn ef að sótt var upp hægri kanntinn.
Mér finnst óskiljanlegt að Bobby Robson hafi keypt slíkan aumingja sem á ekki heima í þessari ágætisvörn sem að Newcastle vörnin er.
Þó að þetta sé mitt álit af honum að þessu sinni eru aðeins nokkrir leikir búnir af tímabilinu og vonandi fer hann að standa sig betur.