Íslendingar lágu fyrir Pólverjum
Pólverjar unnu Íslendinga í vináttuleik í Varsjá, Póllandi, með einu marki gegn engu. Markið skoruðu þeir úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Íslendingar komust nærst því að koma boltanum inn fyrir marklínu Pólverjanna þegar Ríkharður Daðason átti skot sem hafnaði í hægri markstönginni og skaust þaðan yfir í þá hægri og út. Íslendingar voru þó nokkuð betri en heimamennirnir í fyrri hálfleik, en Pólverjarnir voru mun sprækari í þeim síðari. Næsta verkefni íslenska landsliðsins er sextán liða mót í Indlandi í janúar. Síðan verður keppt í undankeppni HM gegn Búlgaríu og Möltu í apríl og maí.