Stjórn ÍBV rak Njál Eiðsson Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV sendi eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér seint á föstudagskvöld:

Sú ákvörðun hefur verið tekin af knattspyrnudeild ÍBV að leysa Njál Eiðsson, þjálfara ÍBV, undan samningi. Af ýmsum ástæðum hefur gengi ÍBV ekki staðið undir þeim væntingum sem til liðsins voru gerðar og því telur stjórnin rétt að fá nýjan aðila til að stjórna liðinu í deild og bikar.

Undir þessa fréttatilkynningu ritar svo stjórn knattspyrnudeildar ÍBV. Þessi orð koma mjög á óvart. Liðið hefur verið á uppleið að undanförnu og sitja nú í 7.sætinu og eru komnir í undanúrslit í bikarnum. Eyjamenn sögðust fyrir tímabilið ætla að byggja upp nýtt lið og halda sér í deildinni og ef þetta er ekki viðunandi árangur þá getur maður spurt hvert markmið stjórnarinnar var í raun og veru? ÍBV hefur nú rekið þjálfara meistaraflokks kvenna og karla en þessir þjálfarar eru þeir einu sem hafa fengið að taka poka sinn í efstu deildum karla og kvenna. Þetta segjir manni það að ekki sé allt með felldu í Vestmannaeyjum.