KR tryggði sér Coca Cola bikarinn í kvennaflokki með sigri á Val í gær með 4 mörkum gegn 3. Leikurinn sem fór fram á Laugardalsvelli var bráðskemmtilegur. KR komst í 3-0 í fyrri hálfleik og ljóst að á brattan yrði að sækja í síðari hálfleik fyrir Valsstelpurnar. KR skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og staðan orðin 4-0. Olga Færseth skoraði tvisvar og Hrefna Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eitt mark hvor. Valsstúlkur gáfust ekki upp, sýndu mikið baráttuþrek og náðu að minnka muninn í 4-3 mínútu fyrir leikslok. Dóra Stefánsdóttir, Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir og Dóra María Lárusdóttir gerðu mörk Vals. Tíminn dugði Val ekki og KR stóð upp sem sigurvegari. Óskum við þeim til hamingju með titilinn.
Á Þriðjudaginn leikur KR gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og ef KR-stúlkur ná stigi úr þeim leik hafa þær einnig tryggt sér Íslansmeistaratitilinn.
1 KR 12 33
2 Valur 12 27
3 Breiðablik 12 25
4 ÍBV 12 22
5 Þór/KA/KS 13 15
6 Stjarnan 13 11
7 FH 12 7
8 Grindavík 12 3