Eitt sem pirrar mig rosalega er…að það eru alltaf sömu liðin sem berjast um titilinn. AC Milan,Inter,Roma,Lazio og Juve. Chievo og Bologna komu á óvart í byrjun 2001-2002 en það varð ekkert úr því. Skýringin á þessu er sú að stóru liðin er betur sett fjárhagslega.
Ég er ekkert á móti félagsskiptum en samt eyðinleggja þau smám saman deildina. Inzaghi, Atalanta maður, spilar vel, keyptur af juve. Oddo, Verona maður, spilar vel, keyptur af Lazio. Nakata, kemur á óvart hjá Perugia, keyptur af Roma. Þetta eru bara fá dæmi af þessu.
Fótbolti er sokinn niður í peningagræði. Allt snýst um peninga! En greinilega verða litlu liðin að sætta sig við þetta.