Jæja, þá berast fréttir að enn eitt goðið af Anfield sé á leiðinni burtu. Ég verð alltaf svolítið sár þegar Houllie er að selja, eða ræða um að selja leikmenn, því ég vill hafa þá alla áfram, jafnvel þótt þeir spili lítið sem ekki neitt. Líka út af því að þeir virðast alltaf/oft blómstra þegar þeir byrja hjá nýju liði, nokkuð sem þeir höfðu kannski átt mjög erfitt með hjá Liverpool. hvort sem um er að kenna hvernig málum er háttað hjá Liverpool, eða það sem ég hallast að (vona a.m.k) að Liverpool sé bara einfaldlega svo gott að þegar þeir fara fara þeir til slakara liðs, og þ.a.l eru þeir ógeðslega góðir, bara ekki nógu góðir fyrir Liverpool. Ekki viss um að allir séu sammála mér, og kannski er ég bara að ljúga að sjálfum mér, en ég trúi lygunum í sjálfum mér, þannig að ég hlýt að vera góður lygari, en það er nú annað mál.
Allavega, ef satt er að Jari sé á förum þá á ég eftir að sakna hans, jafnvel þótt það hafi kannski ekki verið þörf fyrir hann.