Jæja þá er Fiorentina orðið gjaldþrota, synd fyrir Ítalska knattspyrnu en það þýðir auðvitað bara eitt Inter verður óstöðvandi þetta árið. Með Toldo í markinu, Adani í vörn og Morfeo fyrir aftan Ronaldo og Vieri !!
Ekki hægt annað en að vinna deildina. Inter er búið að gera fín kaup í ár og það verður skemmtilegt að fylgjast með þeim tala nú ekki um ef að Ronaldo fer ekki.
Aðal andstæðingar Inter í vetur verða AC Milan. Svo koma Juve og Lazio en Lazio hafa einnig átt í fjárhagsvandræðum. Svo verða Parma og bologna líka eitthvað í toppbaráttunni en eru ekki nógu sterkir til þess að vinna deildina önnur lið verða að berjast fyrir neðan.

P.S. ef að Totti væri besti Ítalski leikmaðurinn í dag þá myndi Ítalska landsliðið aldrei komast á HM