Fylkir sigraði ÍBV 1-0 Í Árbænum í gær tóku Fylkismenn á móti ÍBV sem eru í stökustu vandræðum í deildinni og í bullandi fallbaráttu á meðan heimamenn berjast við KR um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og voru Fylkismenn í stökustu vandræðum framan af leiknum en það breyttist. Þrátt fyrir meiðsli og brotthvarf Hrafnkels Helgasonar var vörn og miðja Fylkis sannfærandi og framlínumennirnir sívinnandi og gáfu ekkert eftir. Björn Viðar kom snemma inná þegar Steingrímur þurfti að yfirgefa völlinn eftir slæma tæklingu. Eyjamenn komust næst því að skora í fyrri hálfleik þegar Finnur Kolbeinsson átti þrumuskalla í eigin slá eftir fyrirgjöf bæjarstjórans Inga Sigurðssonar.

Á 65. mínútu gaf Björn Viðar góðan bolta fyrir sem Birkir Kristinsson hálfvarði en kom þá Sævar Þór Gíslason til sögunnar með magnað karate-spark og skoraði hann þar með sitt 12. mark í Símadeildinni í ár. Sjaldséð mistök hjá Birki í markinu. Eyjamenn gáfust ekki upp og sköpðuðu sér nokkur færi það sem eftir lifði leiks en Kjartan og vörnin héldu markinu hreinu og Fylkismenn fengu þrjú dýrmæt stig. Það verður að teljast mikið áhyggjuefni fyrir ÍBV að þetta var fimmti leikur ÍBV í röð án þess að setja tuðruna yfir marklínu andstæðinganna.

Síðustu fréttir af meiðslum Steingríms eru góðar og ekki lítur út fyrir að hann sé illa meiddur. Björn Viðar sem kom inná fyrir Steingrím var mjög ánægður með sigurinn í viðtali við Fylkir.com. “Þeir voru mjög grimmir eins og Eyjamenn eru alltaf, léku mjög fast, en ekki gróft og alls ekki óheiðarlega. Þetta var mikill baráttuleikur og það er frábært að sigra í leik sem þessum.”

Fylkir - ÍBV 1-0
1-0 Sævar Þór Gíslason (65)