Einn leikur fór fram í Símadeild karla í dag þegar ÍA og KA gerðu jafntefli, 1-1, í fyrsta leik 14. umferðar. Leikið var á Akranesi og komust heimamenn yfir eftir 20 mínútna leik þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Hjörtur Hjartarson skoraði úr. Hún var dæmd á Stein Viðar Gunnarsson er hann handlék knöttinn innan eigin vítateigs. KA jafnaði hins vegar rétt fyrir leikhlé og var þar á ferðinni Elmar Dan Sigþórsson, en hann nýtti sér misskilning í vörn ÍA og skoraði fram hjá Ólafi Gunnarssyni, markverði ÍA. Með jafnteflinu lyftir KA sér upp í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig en ÍA er sem fyrr í sjötta sæti og hefur nú 16 stig. Með jafnteflinu lyftir KA sér upp í þriðja sæti deildar
Þrír leikir eru á morgun í 14. umferð Símadeildarinnar, en þá taka Þórsarar á móti Fram, KR fær Keflavík í heimsókn og Grindavík mætir FH. Umferðinni lýkur svo á mánudag með leik Fylkis og ÍBV. Um að gera að mæta á völlinn!
ÍA - KA 1-1
1-0 Hjörtur Hjartarsson (v)
1-1 Elmar Dan Sigþórsson