Nú fer enska úrvalsdeildin loksins að hefjast aftur. Þjálfarar búnir að reyna hvað þeir geta til að styrkja liðin sín fyrir komandi baráttu og aðdáendur bíða með eftirvæntingu eftir því að fá sjá uppáhalds liðið sitt knást um knöttin. Sjáfur er ég eitilharður Newcastle maður. En hver er staða minna manna.
Newcastle hefur undanfarin ár hangið á miðri töflunni en tókst í fyrra að koma öllum á óvart og ná 4. sæti deildarinnar. Sir Bobby Robson er búin að fá tvo unga og efnilega pilta til liðs við liðsins til að undirbúa liðið fyrir komandi átök. Það eru þeir Titus Bramble og Hugo viana. En er þetta nóg til að tryggja newcastle evrópusæti aftur á næsta ári. Eins og allir newcastle men vita(en sumir velja ekki viðurkenna), þá felst veikleiki liðsins í vörninni. Boltafræðingar settu liðið í 11. sæti yfir bestu varnarliðin í englandi. Elliot og Dabizas eru sterkir varnamenn en skortir stundum snerpu og bramble hefur verið gangrýndur fyrir skort á sjálfstrausti (enda mjög ungur). barcelona hefur boðið Newcastle að fá franska unglingin Philippe christanval að láni og hefur sir Bobby einnig verið að pæla í saliou Lassissi frá Roma.
Góðar fréttir hafa borist í sambandi við meiðslamál liðsins.
Gary speed á að vera tilbúinn í næstu viku og einni Laurent Robert. Craig Bellamy sem hefur verið að berjast við erfið hnémeiðsli að undanförnu en batahorfur eru mjög góðar.
Þrátt Fyrir svona smáatriði þá er Newcastle stórskemmtilegt og öflugt lið sem að kemur sífellt á óvart. Meðalaldur liðsins er mjög lár og mega newcastle menn vera vissir um að Sir Bobby Robson og félagar ætla ekki að slaka neitt á og stefna að sjálfsögðu á að fá að hafa dolluna í verðlaunaskápnum að ári liðnu.