Það þýðir að í fyrra var Chelsea með fjórðu sterkustu vörnina. Sóknin skoraði 66 mörk einu minna en Liverpool og voru 5. markahæstu, en tímabilið í fyrra var hrein hörmung fyrir liðið, 6. sæti er alls ekki nógu gott fyrir lið eins og Chelsea.
En nú á liðið eftir að snúa við blaðinu, þeir hætta að tapa fyrir neðstu liðunum og halda áfram að vinna stóru liðin. Þeir sýndu í fyrra að getan er til staðar, Man Utd 3-0, Liverpool 4-0. En nú hljóta þeir að fara að hætta að vanmeta hin svo kölluðu littlu lið.
Vörnin; Marcel Desailly er enn einn besti varnarmaður heims, Gallas er eitt besta efni Frakka í vörninni og Terry er bara flottur, hann er varnarmaður af gamlaskólanum. Mér finnst að varnarmenn eigi að vera dálítið klikkaðir, án vafa efni í fyrirliða enskalandsliðsins.
Babayaro er einn skemmtilegasti vinstri bak í deildinni, með ótrúlega tækni og mikinn hraða, Melchiot félagi hans hægra meginn er að sama skapi einn sá besti í sinni stöðu á Englandi, gríðarlega vinnusamur og með frábæra tækni. Hann hefur t.d. haldið Albert Ferrer algjörlega fyrir utan liðið og Ferre er alls ekkert lélegur.
Miðjan; Petit er náttúrulega mjög góður, og ætti að vera orðinn helmingi betri en í fyrra þar sem að það fuku eins og tíu kíló af honum í sumar (með hárinu). Grönkjær var frábær á HM. Zenden stóð sig kannski ekki nógu vel í fyrra, frekar en Verón hjá United, en hann er samt mikill snillingur, ótrúlega snöggur og með góðar fyrirgjafir, hann á eftir að koma sterkur til leiks eftir góða hvíld og sýna hvað í honum býr. Síðan er það nýji maðurinn Enrique De Lucas sem að skoraði 12 mörk að ég held fyrir Espanyol í Spænsku í fyrra. Sístu miðjumennirnir eru sennilega Morris og Lampard, þótt þeir samt vel yfir meðallagi, og svo er það náttúrulega Stanic sem að er mjög góður en hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar.
Sóknin; Það vita auðvitað allir hvað Jimmy og Eiður geta. En það vita sennilega ekki allir hvað Finninn Mikael Forsell getur, hann á eftir að verða stórstjarna, bæði Dennis Wise og Zola hafa sagt að hann sé besti ungliði sem að þeir hafa nokkurn tíma æft með. Hann á eftir að verða (er reyndar orðinn) súper-sub þetta tímabil. Síðan er það Carlton Cole sem er nokkuð öflugur, vantar bara reynslu, og fær vonandi einhver tækifæri þetta tímabil. Og síðast en ekki síst er það gamli refurinn Gianfranco Zola, sem að er reyndar kominn á síðasta snúning en er alltaf stórhættulegur.
Chelsea eyddu sama sem engu í nýja leikmenn í sumar og það mun koma þeim til góða. Ég spái því að leikmennirnir eigi loksins eftir að ná saman og spila eins og menn. Ranieri þjálfari er þekktur fyrir að taka lið og byggja þau upp (nema með A. Madrid, þar sem að hann fékk eiginlega engu að ráða), hann sagði að hann hefði getað keypt Geremi og Savio (ekki viss hvort það var Savio eða einhver annar) en hætt hefði verið við þegar að hann sagði Ken Bates að hann hefði fulla trú á þeim sem að væru í liðinu fyrir og héldi að það væri alveg hægt að ná fram því besta í þeim.
Skuldastaða félagsins er ekki alveg jafn slæm og haldið hefur verið fram, Þeir skulda u.þ.b. 65 milljónir punda og t.d. má benda á að NUFC skulda u.þ.b. 62 milljónir og Real Madrid 145 milljónir. En eins og flestir vita er mörgum stórum fyrirtækjum haldið í skuld til að þurfa að borga sem minnsta skatta. Það þýðir ekki að liðið hafi ekki efni á að borga mönnum laun eða kaupa nýja menn.
Að Lokum; Hópurinn hjá Chelsea er alveg jafn breiður og hjá t.d. Newcastle eða Leeds, sennilega breiðari ef etthvað er. Ég viðurkenni að Liverpool, Arsenal og Man. Udt. eru með breiðari hópa en samt sem áður held ég því fram að Chelsea taki þetta, eða í versta falli endi í 2. sæti. Hef reyndar haldið þessu fram í 4 ár, en er viss um að það takist núna ;-)
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”