Fréttir (Þormóður bestur í 7.-12. umferð o.fl.) ÞORMÓÐUR BESTUR
Í gær var tilkynnt á Grand Hótel hvaða leikmenn, þjálfarar og dómari hlutu viðurkenningu í kjöri fjölmiðla vegna Símadeilda karla og kvenna. Veittar voru viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Símadeild karla og umferðir 1-7 í Símadeild kvenna. Þormóður Egilsson varnarjaxl KR var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki en miðjumaður Breiðabliks, Margrét Ólafsdóttirm varð fyrir valinu í karlaflokki. Þjálfarar umferðanna voru Aðalsteinn Víglundsson hjá Fylki í karlaflokki og Helena Ólafsdóttir þjálfari Vals í kvenna. Þá var Garðar Örn Hinriksson besti dómari umferða 7-12.

::.Símadeild karla - LIÐ UMFERÐA 7-12:
Kjartan Sturluson - Fylkir
Hilmar Björnsson - FH
Ólafur Örn Bjarnason - Grindavík
Þormóður Egilsson - KR
Jökull I. Elísabetarson - KR
Pálmi Haraldsson - ÍA
Finnur Kolbeinsson - Fylkir
Jón Þ. Stefánsson – FH
Sævar Þór Gíslason- Fylkir
Bjarki Gunnlaugsson - ÍA
Veigar Páll Gunnarsson - KR



ÍSLAND #54 HJÁ FIFA
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 54. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA sem birtur var í morgun. Ísland hækkar sig um eitt sæti frá því í síðasta mánuði. Heimsmeistarar Brasilíu eru efstir á listanum en Evrópumeistarar Frakka eru í fjórða sæti.



ÍBV - AIK Á MORGUN
Eyjamenn héldu árdegis í gær til Svíþjóðar en á morgun mæta þeir sænska liðinu AIK í fyrri leik liðanna í forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, “njósnaði” um lið AIK í síðustu viku og sá það tapa á heimavelli fyrir Djurgården, 3-0. “Við ætlum auðvitað að reyna að ná sem hagstæðustum úrslitum í Svíþjóð og ef allir leggjast á eitt er alveg möguleiki á að standa í Svíunum,” sagði Njáll við Morgunblaðið.



VALUR MÆTIR KR Í BIKARÚRSLITUM KVENNA
Reykjavíkurliðin KR og Valur munu berjast um bikarmeistaratitil kvenna í knattspyrnu þetta árið, en Valsstúlkur unnu ÍBV 3-0 og KR lagði Þór/KA/KS 8-0 í undanúrslitum í gær. Markalaust var í leikhléi í leik Vals og ÍBV, sem fór fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda, en í síðari hálfleik tóku Valsstúlkur við sér og skoruðu þrjú mörk. Á Siglufirði sigruðu KR-stúlkur Þór/KA/KS örugglega 8-0. Staðan var 3-0 fyrir KR í leikhléi og í síðari hálfleik bættu KR-stúlkur fimm mörkum við. Olga Færseth skoraði þrjú mörk fyrir KR. Úrslitaleikurinn verður 31.Ágúst.



Þá skulum við kíkja á stöðuna í Símadeild kvenna og neðri deildum karla:

SÍMADEILD KVENNA
1 KR 10 - 27
2 Valur 10 - 23
3 Breiðablik 10 - 21
4 ÍBV 10 - 16
5 Stjarnan 10 - 11
6 Þór/KA/KS 10 - 9
7 FH 10 - 7
8 Grindavík 10 - 3

Næstu leikir:
lau. 17. ágú. 14:00 Valur - Þór/KA/KS
þri. 20. ágú. 19:00 Grindavík - Breiðablik
þri. 20. ágú. 19:00 FH - ÍBV
þri. 20. ágú. 19:00 Stjarnan - KR



1.DEILD KARLA
Valur kemst pottþétt upp en baráttan um annað sætið er hörð.
1 Valur 13 - 34
2 Þróttur R. 13 - 21
3 Breiðablik 13 - 19
4 Afturelding 13 - 19
5 Haukar 13 - 18
6 Stjarnan 13 - 18
7 Víkingur R. 13 - 15
8 Leiftur/Dalvík 13 - 12
9 Sindri 13 - 12
10 ÍR 13 - 12

Næstu leikir:
fös. 16. ágú. 19:00 Haukar - Stjarnan
fös. 16. ágú. 19:00 Breiðablik - Valur
lau. 17. ágú. 14:00 Leiftur/Dalvík - ÍR
lau. 17. ágú. 14:00 Víkingur R. - Sindri
lau. 17. ágú. 14:00 Þróttur R. - Afturelding



2.DEILD KARLA
1 HK 14 - 35
2 Njarðvík 14 - 30
3 KS 14 - 29
4 Selfoss 14 - 20
5 Völsungur 14 - 19
6 Tindastóll 14 - 19
7 Víðir 14 - 19
8 Leiknir R. 14 - 14
9 Léttir 14 - 12
10 Skallagrímur 14 - 3

Næstu leikir:
fös. 16. ágú. 19:00 Selfoss - Víðir
fös. 16. ágú. 19:00 Léttir - Skallagrímur
lau. 17. ágú. 14:00 KS - Leiknir R.
lau. 17. ágú. 14:00 HK - Tindastóll
lau. 17. ágú. 14:00 Völsungur - Njarðvík