Á mánudag léku FH-ingar gegn Íslandsmeisturum ÍA í Símadeildinni. Það var Garðar Gunnlaugsson sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍA á 21. mínútu en hann var í liðinu í fjarveru bróður síns, Bjarka Gunnlaugssonar. Markið var ekki af verri endanum, Garðar fékk síðar í leiknum fleiri færi en náði ekki að nýta þau. Skagamenn voru betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að bæta við marki fyrir hálfleik. Á 66.mínútu náði Atli Viðar Björnsson að jafna metinn í 1-1 fyrir FH. Markið kom gegn gangi leiksins. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka fékk heimamaðurinn Hilmar Björnsson að líta rauða spjaldið. Skagamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og þurftu að sætta sig við eitt stig, úrslitin 1-1. FH-ingar geta verið sáttir og fær Daði Lárusson markvörður þeirra hrós fyrir frábæra markvörslu og er hann án efa maður leiksins.
FH - ÍA 1-1
0-1 Garðar Gunnlaugsson (21)
1-1 Atli Viðar Björnsson (66)
Rautt: Hilmar Björnsson FH (82)
Markahæstu leikmenn:
11 - Sævar Þór Gíslason (Fylkir)
8 - Jóhann Þórhallsson (Þór A.)
8 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (KR)
8 - Grétar Ólafur Hjartarson (Grindavík)
7 - Bjarki Bergmann Gunnlaugsson (ÍA)
6 - Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
5 - Steingrímur Jóhannesson (Fylkir)
5 - Jónas Grani Garðarsson (FH)