Í Kaplakrika lék FH gegn Fram á Fimmtudaginn. Framarar byrjuðu leikinn betur en FH-ingar náðu svo undirtökunum í leiknum og voru gestirnir heppnir að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleiknum. Klaufaskapur heimamanna og góð markvarsla Gunnars Sigurðssonar kom í veg fyrir það. Gunnar varði rosalega vel frá Jóni Þ. Stefánssyni í upphafi seinni hálfleiks. Þorbjörn Atli fékk síðan besta færi Fram í leiknum þegar hann slapp einn í gegnum vörn FH en Daði Lárusson gerði vel í markinu. Ísinn var síðan brotinn á 60.mínútu þegar Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir eftir sendingu Freys Bjarnasonar, hann vippaði boltanum yfir Gunnar. Hafnfirðingar komust svo í 2-0 sex mínútum síðar þegar Heimir Guðjónsson skoraði úr vítaspyrnu. Á 72.mínútu fengu Framarar hornspyrnu og eftir mikinn barning náði Sævar Guðjónsson að skora. En strax í næstu sókn tryggði Atli Viðar Björnsson sigur FH-inga 3-1. Sigurinn fullkomlega sanngjarn en Atli og Calum Bett hafa heldur betur hresst upp á lið FH, mér finnst liðið vera mjög gott og eiga skilið að vera ofar á töflunni. Framarar þurfa hins vegar að fara að gera eitthvað róttækt í sínum málum ef ekki á illa að fara.

ÍBV og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í gær, en leikurinn, sem fram fór í Eyjum, þótti fremur bragðdaufur. Helst bar til tíðinda í síðari hálfleik að Skotinn Paul McShane fékk rautt spjald þegar 10 mínútur voru eftir af síðari hálfleik. Eyjamönnum tókst hins vegar ekki að færa liðsmuninn sér í nyt og eru í áttunda sæti með 13 stig. Grindavík er hins vegar í fjórða sæti með 19 stig. Lið ÍBV var að spila ágætlega og mikil batamerki hjá liðinu greinileg en enn eru þeir í vandræðum með að skora. Þá Bjarnólf og Tómas Inga vantaði í liðið og einnig var Bjarni Geir látinn dúsa á bekknum á einhvern óskiljanlegan hátt en þegar hann kom inná lagaðist leikur ÍBV að nokkru leiti.

FH - Fram 3-1
1-0 Jónas Grani Garðarsson (60)
2-0 Heimir Guðjónsson (vsp) (66)
2-1 Sævar Guðjónsson (72)
3-1 Atli Viðar Björnsson (73)

ÍBV - Grindavík 0-0

STAÐAN - Leikir, stig
Fylkir - 12, 24
KR - 12, 24
Grindavík - 13, 19
KA - 12, 19
FH - 12, 16
ÍA - 12, 14
Keflavík - 12, 14
ÍBV - 13, 13
Fram - 12, 13
Þór - 12, 9

MARKAHÆSTIR:
9 - Sævar Gíslason, Fylkir
8 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR
8 - Grétar Hjartarsson, Grindavík
7 - Bjarki Gunnlaugsson, ÍA
6 - Jóhann Þórhallsson, Þór
6 - Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV