Nú er farið að líða að nýju tímabili og hér er spáinn mín fyrir þetta tímabil:

1.
Manchester United voru í 3.sæti í fyrra byrjuðu líka alltof illa í fyrra og vörnin var í rusli. Ferdinand kominn til að bjarga vörninni og mun hún vera sterk þetta tímabilið. Verón er allur að koma til og mun standa sig mun betur en í fyrra. Nistelrooy er í fantaformi og mun skora og skora. Barthez verður öruggur.
Lykilmenn:Ferdinand, Keane og Nistelrooy.
Menn til að fylgjast með:Stewart ungur og efnilegur miðjumaður sem vonandi fær séns og svo gæti Forlán farið að blómstra.

2.
Liverpool er búnir að styrkja sig mjög mikið og verða ekki nema 1-4 stigum á eftir man utd búnir að fá Cheyrou,Diouf og Baros. Þetta er feikigott lið og það besta sm Liverpool hefur haft í 10 ár. Þeir verða í harðri keppni við man utd en gefa eftir í restina.
Lykilmenn:Hyypia,Owen og Gerrard.
Menn til að fylgjast með: Milan Baros svakalegur framherji sem er ungur en getur allt.

3.
Arsenal þeir valda vonbrigðum. Þeir eru búnir að fá ágætis varnarmann Cygan en það er ekki bara nóg. Munu verða 5-10 stigum á eftir man utd. Pires verður meiddur til að byrja með, Seaman er eitt ? eftir HM. Þetta er bara sama lið og í fyrra og ég held að það sé ekki nóg.
Lykilmenn:Viera og Henry
Menn til að fylgjast með: Nýi maðurinn Cygan gæti komið á óvart.

4.
Newcastle eru búnir að fá Titus Bramble einn efnilegasta varnarmann Englands og Hugo Viana efnilegan Portúgala. Þeir eru þó báðir ennþá ungir og þá vantar reynslu. Bellamy er oft meiddur og Shearer yngist allavega ekki með árunum. Þarna eru þó leikmenn til staðar eins og Dyer og Robert sem geta gert hlutina sjálfir. Þeir verða 4-8 stigum á eftir Arsenal .
Lykilmenn:Shearer(ef eitthvað er eftir af honum),Dabizas og Given.
Menn til að fylgjast með: Hugo Viana og Jermaine Jenas gætu komið þægilega á óvart.

5.
Leeds þeir eru nú samt bara orðnir lélegri en í fyrra en á meðan önnur lið bæta sig ekki fara þeir ekki neðar. Það er kominn nýr maður í brúnna Terry Venebles sem kann sitt fag og hann mun skila sínu. Búnir að missa sinn besta leikmann Rio Ferdinand. Búnir að fá Barmby og Okon sem eru nú báðir komnir til ára sinna finnst mér en Leeds verða þarna allveg á hælunum á Newcastle.
Lykilmenn:Kewell og Viduka.
Menn til að fylgjast með: Hef varla hugmynd hér en Alan Smith gæti farið að haga sér og standa sig. Woodgate þarf núna að stjórna vörninni er ungur og gæti komið á óvart.

Þessi lið verða í topp fimm eins og síðasta tímabil á eftir koma lið eins og Tottenham,Middlesboro og West Ham.

Þá er það botninn.

18.
Sunderland voru bara frekar heppnir í fyrra að falla ekki þeir eru engu búnir að bæta við sig og því gætu þeir fallið.

19.-20.
Birmingham og WBA eru enginn úrvalsdeildarlið, eiga engann pening og fara líklega beint niður.

Ætli City dóli ekki uppi enda búnir að spreða þvílíkum peningum.

Þetta er allavega mín spá :)