
Úrslit leiksins þýða að liðin hafa sætaskipti í deildinni, Framarar komast í sjöunda sæti en ÍBV er í níunda og næstneðsta sæti. Sigur í þessum leik hefði sett Eyjamenn í þægilega stöðu nú í upphafi þjóðhátíðar. Á ibv.is má lesa þessi fleygu orð: “Öll nótt er ekki úti enn en það verður að viðurkennast að þessi fótbolti sem ÍBV liðið er að spila er ekki upp á marga fiska og sá slakasti í allmörg ár og spurning hvort hann eigi heima í efstu deild karla?” Það er spurning!
ÍBV - Fram 0-1
0-1 Ágúst Gylfason (v) 50
Þið skemmtið ykkur annars bara vel um helgina. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr!