Eins og vanalega eru íslenskir fjölmiðlar að minnsta kosti tveimur dögum á eftir restinni af umheiminum. Dómari í Brasilíu er búinn að gefa grænt ljós á sölu leikmannsins þar sem klúbburinn getur þar með notað hluta fjárhæðarinnar til að greiða tveimur leikmönnum sínum vangoldin laun, samtals ca. 400.000 pund, ef ég man rétt.
Ég myndi frekar skoða Teamtalk en mbl.is. Þeir eru ansi áreiðanlegir, allavega Arsenal-deildin (voru búnir að segja frá því að Gilberto Silva yrði keyptur ef hann fengi atvinnuleyfi fyrir nokkrum vikum), og segja fréttirnar um leið og þær gerast.
Mér líst ágætlega á þetta, þótt miðjan sé ennþá frekar þunnskipuð hjá Arsenal vegna allra meiðslanna (van Bronckhorst, Pires og Ljungberg, auk þess sem ég held að Vieira sé í banni í fyrsta leiknum í meistaradeildinni).
Alls ekkert ósáttur við að Rio Ferdinand sé að fara til erkifjendanna. Jú, hann er klassa-varnarmaður, en ég held að það skipti ekki eins miklu máli þegar jafn mikill lúði í varnartaktík og Ferguson er við stjórnvölin. Svo finnst mér líka alltaf frábært þegar MU er að spreða tugum milljóna punda í einn leikmann. Þetta er langríkasta félagið í Englandi og þetta ætti að taka góðan bita úr gróðanum. Vieira, Pires, Henry, Bergkamp og Ljungberg kostuðu samanlagt minni pening en þetta.
MU og Liverpool verða feykisterk í vetur eins og síðast. Hvort Arsenal nær að halda titlinum held ég að ráðist af því hvernig þeir komast í gegnum fyrstu mánuðina meðan allir miðjusnillingarnir eru að jafna sig á meiðslunum. Ef við erum ennþá í sjónmáli við toppinn um áramótin þá gæti ég trúað að við ættum góðan séns á að taka titilinn með áhlaupi eftir áramótin.
Svo er maður auðvitað að vona að loksins verði hægt að lina heljartök MU á deildinni með því að halda þeim frá titlinum tvö ár í röð í fyrsta skipti síðan á níunda áratugnum. Gæti jafnvel komið los á mannskapinn hjá þeim ef svo færi. Við sjáum til.