Það má með sanni segja að Man Utd hafi tapað stórfé á Dwight Yorke því hann kostaði þá rétt rúmar 12 milljónir punda fyrir einhverjum þremur árum. Reyndar hefur kappin staðið sig ágætlega þegar hann hefur fengið að spila hjá þeim og vonandi nær hann fyrri styrk hjá Blackburn.
Það má því búast við að gamla united framherjaparið Yorke og Cole hefji leik fyriri Blackburn Rovers á nýju tímabili, sem vissulega er svolítið skondið. Hefur þetta gerst áður að eitt stykki framherjapar skipti um lið í úrvalsdeildinni ensku? Hvert sem svarið er þá vona ég að Souness hafi ekki keypt köttinn í sekknum og vonandi á reynsla Yorke eftir að reynast Rovers vel á komandi tímabili, bæði í deildinni og í evrópukeppninni.
Þá er bara að bíða og sjá hvort þeir Cole og Yorke raði ekki inn fleiri mörkum en þeir gerðu fyrir Utd. ‘98-’99.
Skynsemi er fyrir þá heimsku.