Vanmetnir
(ég vona að ákveðinn aðilli fari ekki að bæta við á þennan lista..ehe)

Eru það stjörnurnar, leikmennirnir sem eru í viðtölum og framan í tímaritum, sem binda saman
lið og styrkja alltaf liðsheildina. Eru það stjörnurnar sem bera alltaf hag liðsins fyrir
brjósti og fórna sér alltaf fyrir liðið?
Svarið er stutt og einfalt: Nei.
Leikmennirnir sem halda oft heilu liðunum saman eru þessir hæglátu leikmenn sem láta verkin tala,
menn sem eru þöglir og rólegir en fórna sér gjarnan fyrir liðið. Af einhverjum óútskýrðum
ástæðum hef ég alltaf kallað slíka leikmenn hermenn, þögla hermenn. Hér á eftir koma svo dæmi
um slíka leikmenn.

Paul Scholes er sjálfsagt helsta dæmi um leikmanna sem talar ekki útí eitt heldur framkvæmir
(doesn't talk the talk, he walks the walk :)). Scholes er án efa einn af bestu sóknartengiliðum
í heiminum í dag. Ásamt Keane myndar Scholes eitt besta miðjumannapar í heiminum, þeir eru
í hjarta miðjunnar, ákaflega erfiðir viðureignar. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga,
Kevin Keegan, hafði mikið dálæti á kappanum því honum þótti Scholes minna sig á hann sjálfan.
Scholes er lítill, kvikur leikmaður, sem hefur frábært auga fyrir stungum og gegnumhlaupum, þess
að auki nýtir hann færin sín ákaflega vel, og í fjarveru Dennis Irwins er Scholes vítaskytta
United liðsins. Þegar Scholes er ekki í liðinu breytist “tempó” liðsins til muna, því hann
er svo sókndjarfur og snöggur að án hans er liðið ekki jafn sterkt sóknarlega.
Scholes var ákaflega drjúgur fyrir landsliðið á ögurstundum, líkt og gegn Skotlandi og Póllandi
í undankeppninni fyrir Euro 2000.
Þrátt fyrir smæð hans er hann harður í horn að taka og fær oft spjöld, hann er dálæti allra
stuðningsmanna United og mun hans verða minnst sem hins týpíska snillingi sem lætur verkin tala!

Sami Hyypia er annað dæmi um leikmann sem gerir ekki mikið uppúr því að vera stjarna. Hann kom
fyrir 2-3 árum á Anfield Road og hefur leikið ótrúlega vel með Merseyside risunum. Hann er
ákaflega yfirvegaður og rólegur, en jafnframt öruggur og harður af sér. Hann var ekki lengi að
vinna sér inn traust Houlliers, framkvæmdastjóra Liverpool, og hefur oft borið fyrirliðabandið.
Hann er fórnfús og skemmtilegur leikmaður, og getur skotið sér fram í föstum leikatriðum
og afgreitt boltann skemmtilega í netið, oftast með skalla.
Ásamt Stephane Henchoz myndar Hyypia eitt af sterkari miðvarðapörum í ensku deildinni, jafnvel þó
víðar væri leitað.

Spurðu sjálfan þig: “Hver er vinstri bakvörður Newcastle?”…
gastu það?
Didier Domi er án efa einn af vanmetnari leimönnum deildarinnar, hann hefur staðið sig frábærlega
undir stjórn Bobby Robsons. Ruud Gullit keypti kappan frá Monaco, að mig minnir, og gerði
“alvöru” knattspyrnu manni. Domi er marksækinn leikmaður og skapa upphlaup hans oft usla í vörn
andstæðinganna. Hann verður sjálfsagt arftaki Lizarazus í franska landsliðinu. Ekki vanmeta Domi.

Stephen Carr er ótrúlega vanmetinn leikmaður. Lengi vel virtist hann ekki ætla að fá tækifæri í
liði Tottenham, þegar Jerry Francis var við stjórnvölinn. En með George Graham komu nýjar
áherslur og meiri vörn var spiluð. Það gaf Carr færi á að koma og spila með aðalliðinu. Hann
komst strax í liðið og á öðru ári sínu var hann valinn leikmaður Tottenham liðsins af
stuðningsmönnum liðsins. Hann er baráttuhundur af bestu gerð og getur skotið, líkt og markið
sem hann skoraði gegn Man utd hér um árið, þegar hann smurði boltann upp í hornið.