Loksins!!!

Loksins fengu AC Milan toppleikmann til liðs við sig er þeir gengu endanlega frá samningnum við Rivaldo. Rivaldo kemur til með að þéna rúmar 4 milljónir evra á ári (fyrir utan bónusa og auglýsingar) og er samningurinn til 3 ára. Þetta þýðir að hann er með jafnhá laun og Sheva, Maldini og Inzaghi.

Það sem réði úrslitum að Rivaldo skrifaði undir hjá AC Milan var það að honum fannst virkilega eins og liðið vildi fá hann til sín (svo mun Berlusconi einnig hafa hringt sjálfur í Rivaldo og talað hann til).

Nú má einnig búast við því að einhver þurfi að yfirgefa San Siro fyrir komandi leiktíð og er talað um að Rui Costa verði hugsanlega seldur eða að Andra Pirlo verði lánaður til Atletico Madrid.

Hvað sem verður má fastlega búast við því að AC Milan muni gera harða atlögu að ítalska meistartitlinum og jafnvel Meistaradeild Evrópu.

Aðrir þekktir leikmenn sem hafa komið til AC Milan í sumar eru: Jon Dahl Tomasson (Feyenoord), Dario Simic (Inter Milan), Mark Iuliano (Juventus) og Clarence Seedorf (Inter Milan).

Forza Milan!!!

PS. vona að þið hafið haft gaman af greininni þótt þið séuð ekki Milan menn.