
Byrjunin lofaði góðu fyrir ÍA, Sturlaugur Haraldsson átti langskot á 11. mínútu sem var mjög fínt. Almir Gredic átti gott skot frá vítateig á 23. mínútu fyrir gestina en Ólafur Þór markvörður varði vel. Nokkrum mínútum síðar fékk Kári Steinn Reynisson besta færi leiksins en skot hans fór framhjá. Á 32. mínútu kom svo markið. Gredic spyrnti viðstöðulaust yfir Ólaf og í markið. U.þ.b. 50 bosnískir áhorfendur voru kampakátir í stúkunni, fögnuðu innilega og kveiktu á blysi í tilefni marksins. Seinni hálfleikurinn var síðan tíðindalítill.
Gunnlaugur Jónsson fyrirliði ÍA var gripinn í viðtal sem þið getið lesið í heild sinni á mbl.is: “Við lögðum í leikinn með það að markmiði að skora snemma en það tókst því miður ekki. Eftir að þeir skoruðu var ljóst að við urðum að gera fimm mörk og þar sem það er mjög erfiður leikur í deildinni á laugardaginn var talað um það í hálfleik að komast frá leiknum með sæmd.”
Það bara gengur betur næst!