Ég er mikill Leeds “fan” og var ekki nægilega sáttur með gengi minna manna síðasta tímabil.(sem er nú ekki skrítið því flestir bjuggust nú við meiru en baráttu um UEFA sæti)
Eftir HM kom svo ljósið, Rio einn besti maður keppninar Robbie Keane stóð sig mjög vel, Danny Mills var mun betri en flest allir áttu von á og Radebe gamli kom eftir löng meiðsli og skoraði mark og bar vörn S-Afríkumanna uppi.
Allt leit vel út, góður mannskapur, góður þjálfari og menn virtust ætla taka sig saman í andlitinu og reyna að komast aftur í toppbarátuna. En nei David er rekinn, Rio seldur stjórnin hótar að selja Kewell, Reyna eins og þeir geta að losna við Bowyer, Keane og Olly, en sammt segjast þeir vera að byggja upp!!11
Ég verða að segja að ég er svolítið sár út í mína menn hjá Leeds
(ekki leikmenn heldur stjórn) en vona sammt að þeir ná að taka sig saman í andlitinu og reyni að skáka Arsenal og Man Utd í baráttunni um enska titilinn, með mikilli vinnu og heppni getur Leeds allavegna náð 3 sæti (eftir Arsenal og Man Utd) og komist þá í meistaradeildina.
Með von um bjarta framtíð Birgi