Nýjustu fréttir herma að Eiður Smári sé á förum frá Chelsea þar sem að þeir eiga, eins og flestir vita, í miklum fjárhagslegum erfiðleikum, og eru þeir sagðir skulda um 90 miljónir punda!!!!
Eiður sagði að hann hefði ekki áhuga á að fara frá Chelsea en umboðsmaður hanns tilkinnti fyrir stuttu að ef að Eiður fengi ekki ríflega launahækkun þá mundi hann fara fram á sölu.
Lið eins og Man Utd, Róma og Arsenal eru nú sennilega að undirbúa tilboð í kappa en er Eiður sagður fara fyrir ca. 15 miljónir sem að mundi gera hann að lang dýrasta Íslenska leikmanninum, en nú er það Hermann Hreiðarsson sem að er dýrastur en hann var keiptur fyrir 4,5 miljónir(held ég). Blackburn hafði boðið í Eið fyrr í sumar en því tilboði var hafnað.
Fyrir stuttu tilkinti stjórnarformaður Man Utd að ekki yrðu keiptir fleiri leikmenn, og eru Róma sagt eiga í fjárhagserfiðleikum og er þá ekki líklegt að þeir kaupi Eið, og skilur það þá aðeins eitt lið eftir, Arsenal. JJIIBBÍÍ.
Enn hafa samt engin tilboð boðist í Eið þannig að við verðum bara að bíða og sjá.