Markmennirnir í ensku deildinni er flestir sterkir og varla hægt að velja einhverja 5 úr þannig að hér kemur smá um hvern markmann fyrir sig.
Arsenal: Þeir mega hafa smá áhyggjur með David Seaman sem er orðinn gamall. Hann virðist hafa misst hluta af hæfileikum sínum sem hann hafði fyrir tveim árum. Hvað varð um Manninger? Einkunn 6
Aston Villa: Eru með fínan markmann og þurfa ekki að hafa áhyggjur af David James svo lengi sem hann fer ekki í sín margfrægu skógarhlaup. Einkunn 7
Bradford: Er væntanlega með þá slökustu Gary Walsh og Matt Clarke þeir geta verið góðir á góðum degi en ekki veitir af fjarfestingu þar. Einkunn 5
Charlton: með þá Dean Kiely og Sasa Ilic er áhyggjuefni fyrir Charlton og þyrftu eins og Bradford að fjárfesta í nýjum góðum markverði. Einkunn 4
Chelsea: Hefur tvo markmenm sem hafa verið að spila þá De Goey og Coudicini. De Goey er kominn tíl ára sinna og á það tli að gera mistök en Coudicini er framtíðarmarkvörður þeirra sem búinn er að verja ágætlega.Einkunn: De Goey: 6 Coudicini: 7
Coventry: er í nokkrum vændræðum meðan Hedman er ekki en þeir virðast treysta Kirkland fullkomlega en hann er ekki ´næstum jafn öruggur og Hedman. Einkunn: Hedman 7 Kirkland 5
Derby: Ásamt Charlton og Bradford með slökkustu markmennina þ.e. Mart Poom og Hoult. Báðir slakir en geta átt sína stórleiki og bjargað mikilvægu stigi. Einkunn 4,5
Everton: Eru alveg ágætlega staddir með Paul Gerrard enda ágætis markvörður. HAnn hefur staðið sig ágætlega fyrir Everton enda sló hann Myhre útúr markinu í fyrra. Einkunn 6,5
Ipswich: Með einn besta og efnilegasta markmann Bretlandseyja Richard Wright hefur staðið sig með ólíkindum og haldið Ipswoch á floti með góðri markvörslu. Þeir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur með markmann næstu árin. Einkunn 8,5
Leeds: Virðast vera í mjög góðri aðstöðu með markmenn að eiga varamarkmann eins og Robinson og aðalmarkmann eins og Martin markmaður eins og Robinson ætti heima í hverju úrvaldsdeildarfélagi en ekki er hægt að henda Martin út en árin fara brátt að segja til sín. Einkunn Martin 8 Robinson 7,5
Leicester: Með hinn margreynda Tim Flowers sem hefur verið að verja eins og berserkur í markinu þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur en árin eru að segja til sín því Flowers á það til að vera meiddur en engar áhyggjur meðan hann er heill. Einkunn 8
Liverpool: Með Westerveld í marki engar áhuggjur meðan hann fer ekki að gera klaufaleg mistök eins og sést hefur. Skapið getur farið með hann eins og gerðist í leik í fyrra. Einkunn 8
Man C: Annar efnilegur piltur á ferð Nicky Weaver. MEð hann er lítið að óttast enda sterkur markvörður hann er framtíðarmarkvörður hjá englandi ásamt Wright og stendur fyrir sínu. Einkunn 7,5
Man U.:virðast hafa gert góð kaup í Fabien Bartez sem hefur staðið sig með sóma. Hann hefur næstum sloppið alveg við skógarhlaupin sín en það eru góðar fréttir fyrir Manchester. Engar áhyggjur þar með einkunnina 8,5
Middlesbrough: Með þá Crossley og Schwarzer er áhyggjuefni báðir komnir til ára sinna og Robson ætti að prófa að fjárfesta í öðrum en framherjum. Einkunn 5,5
Newcastle: Þarf ekkert að óttast með besta markvörð deildarinnar Shay Given og ekki skemmir fyrir að hann sé nokkuð ungur. Given á oftast stórleiki og á það til að bjarga stigi ef ekki stigum. einkunn 9
Southamton: Með Paul Jones er ekki mikil vandræði á meðan hann heldur sig hjá því að vera klaufi hann er sterkur markvörður en að koma til ára sinna. Einkunn 6,5
Sunderland: Með Thomas Sörensen ætti að vera lítil vandræði hann er sterkur og verðandi landsliðsmarkvörður dana. En allir eiga sína slöku leiki. Einkunn 7
Tottenham: Eiga örugglega erfitt að velja byrjunarliðsstöðuna þar með þá Sullivan og Walker. Sullivan er þó í við betri og verðskuldar stöðuna. Walker á ennþá mörg ár eftir og kemst þangað aftur eftir nokkur ár. Einkunn Sullivan 7,5 Walker 6,5
West Ham: Með eina blökkumanninn í byrjunarliðinu Shaka Hislop. Hann er aðeins annar tveggja í deildinni(af því sem ég veit) West Ham þarf ekkert mikið að örvænta með hann. Einkunn 7