Það er www.elwar.blogspot.com sem færir þér Fréttamolana.
—
BIKARINN: 8 LIÐA ÚRSLIT
Í kvöld og annað kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum bikarsins. Ég ætla hér að spá fyrir um úrslit leikja:
Fylkir - ÍA (Í kvöld kl.19:15) Fylkir tapaði fyrir ÍA í deildinni fyrir stuttu en nú býst ég við þeim mun ákveðnari. Þeir eiga eftir að taka þetta 2-0 með mörkum frá Sævari og Val Fannari.
KA - Breiðablik (Í kvöld kl.19:15) Jörundur er klókur kall og hér held ég að 1.deildarliðið slái út KA sem spilar í úrvalsdeildinni. Markið kemur á 90.mínútu, 0-1, og það verður Ívar Sigurjónsson sem hamrar boltanum inn.
ÍBV - Leiftur/Dalvík (Annað kvöld kl.19:15) Ég spá hér 3-1 sigri hjá heimamönnum í ÍBV og spái þeim alla leið í úrslitin. Nýji Daninn skorar tvö mörk og Gunnar Heiðar eitt fyrir ÍBV. Mark gestanna skorar Þorleifur Kristinn.
Fram - Keflavík (Annað kvöld kl.19:15) Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu verður jafnt 1-1 þar sem Andri Fannar skorar fyrir Fram en Magnús skorar fyrir Keflavík. Fram sigrar síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Gunnar Sigurðsson fer á kostum.
—
1.DEILD KARLA
Sindri og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í 1. deild karla í knattspyrnu á Hornafirði í gær. Halldór Steinar Kristjánsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Sindra en Ingólfur Ingólfsson og Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, beint úr aukaspyrnu, komu Stjörnunni í 2-1. Það var síðan Júlíus Freyr Valgeirsson sem tryggði Sindra stig með marki tveimur mínútum fyrir leikslok.
STAÐAN - leikir mörk stig
1 Valur 10 18 28
2 Afturelding 10 2 18
3 Breiðablik 10 3 16
4 Haukar 10 4 14
5 Víkingur R. 10 2 14
6 Þróttur R. 10 -1 12
7 Stjarnan 10 -4 12
8 Leiftur/Dalvík 10 -1 10
9 ÍR 10 -12 9
10 Sindri 10 -11 5
—
NÝR LEIKMAÐUR TIL ÍBV
ÍBV hefur fengið leikheimild fyrir danska knattspyrnumanninn Niels Bo Daugaard sem kom til félagsins í gær en hann hefur leikið með AGF. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu að Daugaard leiki með Eyjamönnum gegn Leiftri/Dalvík í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á morgun. Það kemur sér vel fyrir þá því Daugaard er sóknarmaður og Tómas Ingi Tómasson tekur út leikbann í leiknum á morgun, ásamt varnarmanninum Páli Hjarðar.
—
EIÐUR Á FÖRUM?
Arsenal og Manchester United ætla að berjast um að ná til sín Eiði Smára Guðjohnsen frá Chelsea. Chelsea þarf að losa sig við leikmenn í sumar vegna þess hversu skuldsett félagið er og er talið líklegast að annar framherjanna Eiður eða Jimmy Floyd Hasselbaink yfirgefi félagið. Talið er líklegt að vegna mikilla skulda séu þeir reiðubúnir að samþykkja 10 milljón punda tilboð sem mun vera nokkuð undir markaðsverði.
—
Það var www.elwar.blogspot.com sem færði þér Fréttamolana