Liverpool komast áfram.
Í gærkvöldi mættust Slovan Liberec og Liverpool í seinni leik liðanna. Leikurinn fór fram á U Nisy Stadium sem aðeins tekur 6900 áhorfendur og voru aðeins 300 Liverpool aðdáendur mættir á völlinn. (þeir fengu ekki fleiri miða). Þetta var nokkuð skemmtilegur leikur og loksins sá maður það sem hefur vantað hjá Liverpool í nokkurn tíma. Þeir börðust og spiluðu vel þó mistök hafi orðið til þess að Slovan skoruðu fyrsta mark leiksins. Það var Stajner sem gerði það á 9 mínútu leiksins. Barmby skoraði fyrsta mark Liverpool eftir glæsilega aukaspyrnu frá Ziege. Þetta var á 31. mínútu leiksins. Heskey kom þeim svo yfir á 75 mínútu og þá var komið að snillingnum. Michael Owen var skipt inná á 82 mínútu fyrir Hamann. Innkastið sem svo var tekið þegar Owen var kominn inná var beint á hann og hann skoraði þetta líka glæsilega mark á 82 mínútu. Fyrsta snerting hans í leiknum. Staðan var þá 3-1 í leiknum þegar Breda kom inná hjá Liberec á 84 mínútu. Á 85 mínútu var Breda búin að skora og það var enn glæsilegra mark enn hjá Owen. Lokastaðan í leiknum 3-2 og 4-2 allt í allt og Liverpool komnir áfram. Steven Gerard var án efa maður leiksins. Hann var út um allt, átti góðar sendingar allan leikinn, var sterkur á miðjunni og í vörn, þvílíkur leikmaður. Ég verð aftur á móti að undrast það af hverju Ziege er í byrjunaliðinu…maðurinn gat varla hlaupið, að minnsta kosti stungu þeir hann af aftur og aftur. Carrager fór út af á 55. mínútu fyrir Murphy. Fowler sýndi engann veginn sitt rétta andlit og var skipt útaf fyrir McAllister á 63. mínútu.