Manchester United og Leeds hafa komist að samkomulagi um kaup á varnarmanninum Rio Ferdinand. Verðið mun vera 30.000.000 punda eða u.þ.b. 4 milljarðar íslenskra króna.
Viðæður hafa staðið yfir um talsverðan tíma en Rio sóttist eftir sölu frá félaginu daginn. Peter Ridsdale hafði m.a. tvisvar sinnum hafnað tilboði frá United. Það var síðan ljóst í gær er Ferdinand fór ekki með Leeds í æfingaferðalag að samningar milli félaganna væru að nálgast. Nú hafa sem sagt samningar milli félaganna náðst og nú á United Ferdinand eftir að semja sín á milli.
Ridsdale hefur staðfest þessar fréttir: “Háð því að hann nái samkomulagi við United og standist læknisskoðun þá verður hann United leikmaður. Allir hjá Leeds óska honum velfarnaar í framtíðinni.”
Rio Ferdinand er 23 ára. Fæddur 7. nóvember 1978 í Peckham á Englandi. Rio stóð sig frábærlega með enska landsliðinu á HM í sumar en hann hefur alls spilað 27 leiki með landsliðinu.
Hann verður dýrasti varnarmaður heims við þessi kaup. Hann er þó vanur þeirri ‘nafnbót’ en hann var einnig dýrasti varnarmaðurinn er Leeds keypti hann frá West Ham fyrir 18 milljónir punda.
Ferdinand er frábær viðbót í lið United og kemur til með að styrkja vörnina til muna en hún var veikasti hlekkur liðsins á síðasta tímabili.
þetta boðar illt fyrir okkur arsenal menn :(