Eins og áður sagði var Grindavík að spila mjög vel í þessum leik. Varnarlínan var þannig skipuð að Óli Bjarna og Óli Stefán (sem barðist eins og ljón, eins og honum einum er lagið) spilu fyrir miðju meðan að Gestur Gyfla og hinn ungi Jón Fannar sáu um bakverðina. Þetta gerði það að verkum að Ray spilaði inná miðju þar sem hann getur ógnað mun meira með leikni sinni og þessi uppstilling var að virka vel. En ekki vorum við að klára færin…
Keli setti tvö mörk sem voru bæði dæmd af vegna rangstöðu, ég vil nú ekki dæma um hvort svo var eður ei en þau voru a.m.k. ekki mjög ólögleg! Svekkjandi vægast sagt. Keli hefði svo getað bætt fyrir þetta allt saman en brenndi af hrikalegu dauðafæri uppvið markið. Ef leikir eiga að vinnast verða mörkin að koma… Engu að síður voru batamerki á liðinu og getum við snúið við blaðinu héðan í frá!
Um KR liðið hef ég lítið að segja, þeir sköpuðu sér fá færi og voru yfirspilaðir meira og minna allan leikinn. Menn eins og Einar Þór og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sáust ekki allan leikinn og markið var pot eftir hnoð í teignum.
Þess má svo geta í lokin að KR-ingar fengu þrjú gul spjöld fyrir þrjú LJÓT brot meðan að Grindvíkingar voru spjaldalausir, þrátt fyrir mikla baráttu.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _