Í gærkvöld mættust Fram og Keflavík á Laugardalsvellinum. Fyrsta alvöru færið kom eftir hálftíma þegar Andri Fannar skapaði sér dauðafæri með góðri rispu en skaut þrumuskoti af vítapunkti yfir markmannslaust Keflavíkurmarkið. Andri fékk annað gott færi fimm mínútum síðar eftir fyrirgjöf Ómars Hákonar en skot hans á nærstöng var varið. Varamaðurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson kom síðan Keflavík yfir á 71.mínútu eftir snarpa sókn. Á 78. mínútu fengu Framarar umdeilda vítaspyrnu eftir að Freyr Karlsson féll innan vítateigs. Ágúst Gylfason skoraði örugglega úr spyrnunni. Egill Atlason fékk svo dauðafæri til að jafna tryggja Fram sigurinn en sendi boltann framhjá. Kristinn Rúnar þjálfari Fram var tekinn í viðtal við Fram.is: “Innkoma Eggerts (Stefánssonar) var mjög góð fyrir liðið. Hópurinn kemur einnig til með að styrkjast verulega þegar Haukur Hauksson kemur síðar í vikunni.”
ÍBV og KA sættust á jafnan hlut í Vestmannaeyjum í gær. Leikurinn átti að vera á laugardag en var frestað þar sem ófært var til eyja. Lokatölur urðu 1-1 eftir að heimamenn leiddu í hálfleik 1-0. Bjarnólfur Lárusson skoraði mark ÍBV á 28. mínútu en Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 76. mínútu. Á heimasíðu KA var þjálfarinn spurður útí leikinn og sagði hann að KA hefði leikið á móti strekkingi í fyrri hálfleik og að þeir hefðu verið daufir í þeim hálfleik. Hann sagði að ÍBV hefði heldur ekki verið að skapa sér færi og að hann efaðist um að aukaspyrnudómurinn, sem kostaði markið, hefði verið réttmætur. Toddi sagði að KA hefði átt seinni hálfleikinn og að m.a. hann og Elmar hefðu fengið fín færi sem fóru í súginn. Hann sagði að eins og leikurinn spilaðist hefði KA verðskuldað 3 stig en að þeir væru sáttir við stigið.
Fram - Keflavík 1-1
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson
1-1 Ágúst Gylfason (v)
ÍBV - KA 1-1
1-0 Bjarnólfur Lárusson
1-1 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson