
ÍBV og KA sættust á jafnan hlut í Vestmannaeyjum í gær. Leikurinn átti að vera á laugardag en var frestað þar sem ófært var til eyja. Lokatölur urðu 1-1 eftir að heimamenn leiddu í hálfleik 1-0. Bjarnólfur Lárusson skoraði mark ÍBV á 28. mínútu en Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 76. mínútu. Á heimasíðu KA var þjálfarinn spurður útí leikinn og sagði hann að KA hefði leikið á móti strekkingi í fyrri hálfleik og að þeir hefðu verið daufir í þeim hálfleik. Hann sagði að ÍBV hefði heldur ekki verið að skapa sér færi og að hann efaðist um að aukaspyrnudómurinn, sem kostaði markið, hefði verið réttmætur. Toddi sagði að KA hefði átt seinni hálfleikinn og að m.a. hann og Elmar hefðu fengið fín færi sem fóru í súginn. Hann sagði að eins og leikurinn spilaðist hefði KA verðskuldað 3 stig en að þeir væru sáttir við stigið.
Fram - Keflavík 1-1
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson
1-1 Ágúst Gylfason (v)
ÍBV - KA 1-1
1-0 Bjarnólfur Lárusson
1-1 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson