
Á 13.mínútu leit fyrsta mark leiksins dagsins ljós. Benedikt Árnason kom FH yfir og hleypti með því mikilli spennu í leikinn. Markið kom eftir hornspyrnu Jóns Þ. Stefánssonar. Jorge Lopez jafnaði á 30. mínútu í 1-1 og þannig var staðan í hálfleik. Á 68.mínútu kom Baldur Bett FH ingum svo aftur yfir með föstu skoti frá markteigshorni. Tveimur mínútum fyrir leikslok kom síðan rothöggið frá Spánverjunum en þá skoraði Galca glæsilegt mark. Úrslitin 2-2 en Spánverjar komast því áfram 4-2 samanlagt.
Miðvallarleikmaðurinn Heimir Guðjónsson lék ekki með FH í dag vegna þess að FH-ingar töldu að hann væri í leikbanni. Heimir hefur fengið tvö gul spjöld til þessa í Intertoto keppninni, og hefur slíkt iðulega þýtt sjálfkrafa eins leiks bann. En fyrir skömmu var reglunum breytt og nú þarf leikmaður að næla sér í þrjú gul spjöld til þess að fara í leikbann. Heimir hefði því verið löglegur í leiknum í dag, en því miður fyrir FH-inga uppgötvaðist þetta of seint.
Leikurinn var að öllum líkindum seinasti leikur Litháans Valdas Trakys fyrir FH. Samkvæmt heimildum mbl.is mun Trakys ganga til liðs við ítalska liðið Perugia sem leikur í efstu deild þar í landi. Ítalirnir hafa fylgst með Trakys um nokkurt skeið og sáu hann meðal annars skora tvö mörk í Makedóníu á dögunum.
—
Minni á FRAM-Boltaleikinn sem nú er í gangi á huga/símdeildinni, endilega taktu þátt.