KA sótti gull í greipar Fram Í veðurblíðunni á Laugardalsvellinum í kvöld tóku heimamenn í Fram á móti liði KA í Símadeildinni, 9.umferð. Áður en við lítum á gang mála í leiknum þá skulum við kíkja á byrjunarlið kvöldsins:

Fram: Gunnar Sigurðsson, Baldur Knútsson, Ingvar Ólason, Andrés Jónsson, Ómar Hákonarson, Freyr Karlsson, Ágúst Gylfason, Sævar Guðjónsson, Egill Atlason, Edilon Hreinsson, Andri Fannar Ottósson

KA: Þórður Þórðarson, Kristján Sigurðsson, Steinn Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Slobodan Milisic, Neil McGowen, Dean Martin, Þorvaldur Örlygsson, Þorvaldur Makan, Hreinn Hringsson, Steingrímur Eiðsson


Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en KA komst næst því að skora á 40. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir að Hreini Hringssyni var brugðið innan vítateigs. Hreinn tók spyrnuna sjálfur en Gunnar Sigurðsson markvörður Framara sá við honum og varði spyrnuna. KA-menn tóku síðan forystuna á 61.mínútu. Dean Martin skoraði eftir undirbúning frá Þorvaldi Örlygssyni. Markið var glæsilegt, en Martin skoraði með hörkuskoti í fjærhornið úr vítateignum hægra megin. Framlínumaður Fram Þorbjörn Atli Sveinsson kom inn á sem varamaður en hann hefur misst af undanförnum leikjum vegna meiðsla. Þorbjörn náði þó ekki að setja sitt mark á leikinn og Framarar töpuðu leiknum 0-1.

Fram – KA 0-1
0-1 Dean Martin (61)

MARKAHÆSTIR (samkvæmt ksi.is):
6 - Jóhann Þórhallsson, Þór A.
6 - Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík
6 - Sævar Þór Gíslason, Fylkir
5 - Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, ÍA
5 - Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV
5 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR