Ég trúi ekki þessu með að spænski boltinn verði í staðinn fyrir þann ítalska, þó svo að þessi spænski er skemmtilegur þá langarmig að sjá þann ítalska í vetur.
Inter mínir menn eru nefnilega að tryggja sér Allesandro Nesta frá Lazio og líklega fer Cristiano Zanetti upp í.
Ég var sáttur við þetta eins og þetta var í vetur, að það var sýnt frá ítalska boltanum og stóru leikjunum frá Spáni. Samt voru nú mest sýndir leikir frá stóru liðunum, og verður það líklega áfram þannig, ef ítalski boltinn verður. Samt mætti nú sýna frá leikjum í bikarkeppninni.
Mestu kjarakaupin gera nú Inter með því að kaupa Nesta en Inter er líka búið að bjóða í Ronaldinho. En samt verður nú spennandi að fylgjast með leikmannamarkaðinum á næstunni því flest liðin eru að gera kjarakaup.
En er þetta samt satt með spænska og ítalska boltann, ég vona ekki, en ég vona að áhugamálið bani og eigi góða framtíð framundan, setjist nú niður og byrjið að skrifa greinar um eitthvað sem er í gangi, og skemmtum okkur vel að því sem við gerum.
Og þeir sem ekki hafa tekið eftir því, farið á boltinn.is og lesið greinina ,,Sumarmarkaðurinn á Ítalíu”.


Takk fyrir mig, og Forza Inter!!!!!!!!!!!!!!!!!