
Í Keflavík var sannkallaður nágrannaslagur á ferðinni þegar heimamenn mættu Grindavík. Grétar Hjartarson skoraði með skalla eftir hornspyrnu Eysteins Haukssonar og kom Grindavík yfir. Hólmar Rúnarsson jafnaði metin fyrir Keflavík með skoti úr miðjum vítateig eftir undirbúning Hauks Inga Guðnasonar, staðan 1-1 í hálfleik. Grétar Ólafur Hjartarson kom Grindavík yfir á ný með marki á 71. mínútu með þrumuskoti utan vítateigs. Grétar hefur nú skorað sex mörk á leiktíðinni. Kristján Jóhannsson jafnaði fyrir Keflavík á lokasekúndum leiksins með þrumuskoti utan vítateigs, en Kristján hafði komið inná sem varamaður í síðari hálfleik. Úrslitin jafntefli 2-2.
Fylkir - ÍA 1-3
0-1 Bjarki Gunnlaugsson
0-2 Kári Steinn Reynisson
0-3 Hjörtur Hjartarsson
1-3 Sævar Þ. Gíslason (v)
Keflavík - Grindavík 2-2
0-1 Grétar Hjartarsson
1-1 Hólmar Rúnarsson
1-2 Grétar Hjartarsson
2-2 Kristján Jóhannsson