Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrstu 6 umferðirnar í símadeild karla.
Lið umferða 1-6 (4-4-2) skipuðu eftirfarandi leikmenn:
Markvörður
Kristján Finnbogason KR
Varnarmenn
Ólafur Örn Bjarnason Grindavík
Kristján Sigurðsson KA
Gunnar Þór Pétursson Fylkir
Zoran Ljubicic Keflavík
Tengiliðir
Einar Þór Daníelsson KR
Sigurvin Ólafsson KR
Finnur Kolbeinsson Fylkir
Ellert Jón Björnsson ÍA
Framherjar
Jóhann Þórhallsson Þór
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV
Aðrar viðurkenningar
Leikmaður umferða 1-6
Sigurvin Ólafsson
Þjálfari umferða 1-6
Willum Þór Þórsson
Dómari umferða 1-6
Gylfi Þór Orrason
Persónulega finnst mér liðið vera nokkuð réttilega skipað en ég hefði þó villjað sjá Sævar Þór Gíslason(Fylki) í stað Einars Þórs og Bjarki Gunnlaugs kom sterkur inn en ég veit ekki fyrir hvern hann ætti að koma í liðið.
KA og ÍA hafa komið mest á óvart að mínu mati. KA fyrir góðan leik á köflum og ÍA fyrir mikil vonbrigði þó svo að þeir virðist vera að rétta aðeins úr kúttnum.
Sigurvin var að leika vel og að skora falleg mörk og leiðinlegt fyrir hann að lenda í meiðslum enn einu sinni.
Ég er ekki sammála því að Willum eigi skilið þjálfara verðlaunin heldur hefði ég frekar viljað sjá Þorvald Örlygsson, KA.
Dómaraverðlaunin fékk Gylfi Þór Orrason og á hann þau skilið sem og að dæma á næsta HM í stað þeirra dómara sem voru slakastir.