Besti Framherji Ensku Deildarinnar:
Það eru margir frábærir framherjar í ensku deildinni í dag,
en ef maður spyr sjálfan sig hver sé sá besti, þá á maður erfitt með að velja.
Maður reynir ekki að blandast af hagsmunum liðsins sem maður heldur með
og þá verður valið erfitt. En hér ætla ég að tala um bestu framherjanna í
Ensku deildinni að mínu mati.
(röðin sem þeir eru í hefur ekkert að segja um hver sé sá besti, þetta er ekki listi)
Emilie Heskey fór frá Leicester til Liverpool rétt áður en leikmannamarkaðurinn
lokaði í fyrra. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Heskey og sem framherji reyni
ég að líka eftir honum. Hann var allur sóknarleikur Leicester liðiðsins þegar hann
var á mála hjá liðinu á Filbert Street. En eftir að hann fór til Liverpool hefur
hann breyst. Hann hefur verið að skora mikið undanfarið, en virðist hafa
glatað þessum líkamlegu yfirburðum og er farinn að kveinka sér heldur mikið. Hann
er samt framtíðar framherji í enska landsliðinu.
Kevin Phillips er smái en jafnframt knái framherji Sunderland. Í fyrra var hann
einn besti framherjinn í deildinni, og er alltaf hættulegur. Hann hefur notið góðs af
samstarfi sínu við Njál Quinn. Þeir passa vel saman, en Kevin virðist eiga í erfiðleikum
með að finna sig með öðrum framherjum, og á ég þar við þegar hann spilar landsleiki. Hann
er ákaflega teknískur og hefur góðar tímasettningar, en umfram allt er hann frábær skotmaður.
Hann er einnig fljótur og er afar skemmtilegur leikmaður. Hann passar vel í leikkerfi þar
sem hann spilar með með stórum framherja sem er skallamaður, því Kevin virðist vita hvar
boltinn lendir eftir skallaeinvígi(hann er góður að ná bolta “númer tvö”)
Hann er klárari í fyrsta flokki.
Andy Cole er kommst í sitt gamla form fyrir uþb tveimur árum og var einn af aðalmönnunum
í liði Manchester United þegar þeir unnu þrennuna. Hann hefur verið frábær í vetur, fundið
sig með “óvini” sínum, Teddy Sheringham. Cole er klárari í fremstu röð, hann mætir á réttum
tíma til þess að klára sendingarnar frá Giggs eða Beckham. Það tók Cole nokkurn tíma að
komast inn í leikkerfi Sir Alex Fergusonar, en núna er hann einn sá besti á Bretlandseyjum
og mun án efa vera liðinu mikilvægur í vetur.
Cole er jafnframt fljótur og sterkur, en er duglegur í meira lagi. Cole spilar nánast alltaf
vel, hann vinnur vel fyrir liðið.
Paulo DiCanio er án efa litríkasti framherjinn í ensku knattspyrnunni. Tækni DiCanios er ótrúleg
hann leiðir lið West Ham united og kemur reynsla hans að góðum notum. Harry Redknapp tók
áhættu þegar hann keypti hann frá Sheffield Wednesday, eftir erfið ár þar um slóðir, þar sem
Dicanio fékk 11 leikja bann fyrir að hrinda Paul Alkock dómara, eftir að hafa fengið
Rautt Spjald. DiCanio hefur lent í útistöðum við flesta þjálfara sína, allt frá Fabio Cappello
til Danny Wilson. Hann er samt ótrúlega skemmtilegur leikmaður, litríkur karakter í meira lagi.
Hann getur klárað færi á ótrúlegan hátt, og eru sendingarnar hans ekkert slor.
Hann er í guðatölu á Upton Park, þar er nafn hans sögnlað fram og aftur(með sömulaglínu og
La Donna Mobile).
DiCanio setur skemmtilegan blæ á deildina og er án efa einn af bestu framherjum þar.
Teddy Sheringham var búinn að flestra mati, þegar ferill hans snérist við og nú er hinn
34 ára gamli framherji Man. Utd. að skora hægri vinstri. Hann er einn besti skallamaður
í heimsboltanum í dag. Tímasetningar hans eru ótrúlegar, hann virðist sjá nokkrar hreyfingar
fram í tíman, líkt og Gary Kasparov(heimsmeistari í skák). Sheringham veit nákvæmlega hvað
hann er að gera hverju sinni. Hann passar mjög vel inn í lið Manchester, hvaða leikmaður sem
er góður að skalla yrði lélegur með Beckham og Giggs? En Sheringham er samt frábær center og
sýnir ungviðinu að þessir gömlu kunna enn mikið fyrir sér, ungur nemur gamall temur.
Mark Viduka var lengi í gang eftir að hafa komið úr skosku deildinni. Hann kostaði Leeds háar
fjárhæðir, þegar hann kom frá Celtic. Hann var besti framherji skosku deildarinnar, sem er
nú kannski ekki sú sterkasta. En hann er óðum að koma til og er að verða einn sá besti í
deildinni. Hann er kröftugur leikmaður, afbragðs skallamaður en umfram allt er hann
frábær klárari. Hann býr yfir miklum sprengikrafti og er nokkuð hraður. Hann er þessi týpa
af leikmanni sem er sífelld ógnun. Aldrei líta af honum og aldrei vanmeta Viduka!
Thierry Henry er ótrúlegur. Hann býr til mörk útúr engu, og hefur sýnt það og sannað að
Arséne Wenger gerði rétt með að kaupa hann frá Juventus. Henry er allur sóknarleikurinn í
annars þunglamalegu liði Arsenal. Hann er ótrúlega ógnandi og með hárnákvæmum skotum
hrellir hann markverði. Eitt það sem hann hefur núna er óbilandi sjálfstraust, og með
sjálfstrausti er eins og menn verði markheppnari og mun ákveðnari. Það er eins og hann
viti að hann muni skora þegar hann stígur inná völlinn. Henry er frábær framherji, snöggur
nokkuð hávaxinn, teknískur og klárar færin. Án hans væri Arsenal ekki svo ofarlega.