Loksins annar sigur
Þórsarar gerðu glæsilega ferð til Grindavíkur Þann 27 Júní þar sem þeir unnu 4-2. Það var Gunnar Konráðsson sem gerði fyrsta mark Þórs eftir 9. mín leik og var það hans fyrsta í efstu deild ef ekki það fyrsta í deildarleik með meistaraflokki. Orri skoraði næstu tvö mörk og kom okkur í 3-0. Grindvíkingar minnkuðu muninn á 60. mín en Jói bætti 4. markinu við á þeirri 64. Grindvíkingar áttu síðasta orðið og lokatölur 4-2 fyrir Þór. Það var búið að bíða lengi eftir þessum sigri þar sem ekki hafði unnist leikur síðan í 1. umferð gegn Skagamönnum. Það vekur athygli mína að sigrarnir koma á móti ÍA sem varð Íslandsmeistari í fyrra og Grindavík sem var spáð titlinum í ár. Ætli hin liðin séu ekki nægileg áskorun fyrir Þórsliðið? En samkvæmt þessari kenningu ætti að vinnast sigur í næsta leik en þá mætum við KR. Þeir hafa oftast orðið Íslandsmeistarar og sjálfsagt hefur þeim einnig oftast verið spáð titlinum.