Einn leikur fór fram í Símadeildinni í gær þegar Keflavík mætti FH. Leikurinn fór fram á þessum tíma vegna Evrópuleiks hjá FH-ingum í Makedóníu. Adolf Sveinsson stakk sér í gegnum vörnina strax á 9.mínútu og kom Keflavík yfir en þetta var eina skiptið sem heimamenn ógnuðu að marki FH. Það var Kristján Jóhannsson sem átti sendinguna á Adolf sem var síðan á undan Daða í FH-markinu. Jóhann Möller fékk mjög gott færi á 32.mínútu en skallaði framhjá. Valdas Trakys var ekki að finna sig í þessum leik og hann fór útaf í hálfleik fyrir Guðmund Sævarsson. Skiptingin borgaði sig því að Guðmundur jafnaði metinn á 56.mínútu. Baldur Bett átti háa sendingu inn á vítateig Keflvíkinga þar sem Guðmundur var staddur og Ómar Jóhannsson markvörður missti af boltanum. Stuttu fyrir leikslok átti Adolf Sveinsson skalla í þverslána en lhvorugt liðið náði að stela sigrinum og niðurstaðan jafntefli 1-1.
Keflvíkingar láu í vörn og geta því eftir á verið sáttir með stigið. Líka í ljósi þess að FH-ingar höfðu frumkvæðið megnið af leiknum en eitthvað vantaði til að binda endahnútinn. Um 900 manns horfðu á leikinn í ágætis veðri í Keflavík. Bæði lið eru nú með 9 stig í deildinni eins og KA og Fram. FH leikur á laugardaginn í Intertoto Evrópukeppninni og hvet ég bara alla til að kíkja á leikinn. FH-ingar standa með pálmann í höndunum fyrir þann leik.
Keflavík – FH 1-1
1-0 Adolf Sveinsson (9)
1-1 Guðmundur Sævarsson (56)
MARKAHÆSTIR - leiðrétting (þakka Glaciers fyrir ábendinguna):
5 - Jóhann Þórhallsson, Þór A.
5 - Sævar Þór Gíslason, Fylkir
5 - Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV
4 - Steingrímur Jóhannesson, Fylkir
4 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR
4 - Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík