Fram - ÍA 3-2 Framarar tóku á móti ÍA í kvöld í mikilvægum leik í Símadeildinni. Strax á 5.mínútu gaf Andri Fannar Ottósson boltann frá vinstir á félaga sinn í Framliðinu, Frey Karlsson sem skallaði knöttinn í netið og kom heimamönnum yfir. 15 mínútum síðar skaut Viðar Guðjónsson að marki ÍA en Ólafur Þór Gunnarsson varði en náði ekki að halda knettinum og Daði Guðmundsson spyrnti honum í markið af stuttu færi. Fram var með yfirhöndina og varnarlína ÍA var ekki upp á sitt besta. Skagamenn hresstust aðeins eftir þetta án þess þó að skapa sér einhver umtalsverð marktækifæri. Á 70.mínútu slapp Andri Fannar einn í gegn en Ólafur markvörður Skagamanna náði að verja skot frá honum. Átta mínútum eftir það skoraði Bjarki Gunnlaugsson með skalla eftir hornspyrnu. Þetta var þriðja mark Bjarka í tveimur leikjum sínum til þessa með ÍA. Ómar Hákonarson slapp í gegnum vörn Skagamanna örstuttu eftir að Skagamenn höfðu minnkað muninn, og bætti við þriðja marki Framara 3-1. Á seinustu sekúndunum náði Hálfdán Gíslason að minnka muninn í 3-2 sem urðu úrslit leiksins.

Verðskuldaður sigur Framara 3-2. Þeir sitja nú í fjórða sæti með hagstæðara markahlutfall en KA. Skaginn er hins vegar í djúpum skít og þarf Óli Þórðar að fara að gera eitthvað róttækt. Umferðinni lýkur á miðvikudag með leik Keflavíkur og FH.

Fram - ÍA 3-2
1-0 Freyr Karlsson
2-0 Daði Guðmundsson
2-1 Bjarki Gunnlaugsson
3-1 Ómar Hákonarsson
3-2 Hálfdán Gíslason

Leiðrétting:
KA - Grindavík 0-1
0-1 Vignir Helgason

MARKAHÆSTIR:
5 - Jóhann Þórhallsson, Þór A.
5 - Sævar Þór Gíslason, Fylkir
4 - Steingrímur Jóhannesson, Fylkir
4 - Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV
4 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR
4 - Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík