Bjarki Gunnlaugs með tvö í gær Það var mikið gaman í gær þegar boltinn fór aftur að rúlla í Símadeildinni eftir stutt hlé á keppni vegna Bikarkeppninnar. Fjóror leikir fóru fram en einn verður í kvöld þegar KR mætir Fram í hörkuslag. Þessi lið drógust saman í næstu umferð bikarkeppninnar og það gerir leikinn í kvöld bara athyglisverðari. Sigurvin Ólafsson verður ekki með KR næstu mánuðina þar sem hann þarf að fara í uppskurð eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn KFS. Mjög slæmar fréttir fyrir KR-inga en Sigurvin hefu verið rosalega heitur það sem af er sumri.

Við hefjum yfirferðina yfir leiki gærdagsins í Árbænum þar sem Fylkir mætti Grindavík. Upphaflega átti leikurinn að fara fram í Grindavík en vegna þess að verið er að gera við völlinn þar var leikjum liðanna víxlað og leikur Grindavík því sinn heimaleik síðar. Atli Knútsson stóð í marki Grindavíkur en hann hefur gert samning við Grindavík og þarf því Albert Sævarsson því væntanlega að sætta sig við það að sitja á bekknum í sumar. Markahrókurinn Steingrímur Jóhannesson fékk sendingu innfyrir vörn Grindavíkur frá Theódóri Óskarssyni á 20 mínútu og skaut en Atli varði. Boltinn fór í varnarmann, í stöngina og út, þar sem Steingrímur var mættur og skoraði. Aðeins átta mínútum síðar kom Sævar Þór Gíslason skoraði með skoti í stöngina og inn eftir sendingu frá Hrafnkatli. Áhorfendur biðu eftir fleiri mörkum en sú bið var til einskis þar sem Fylkir vann 2-0.

Mikið var af mörkum á Skaganum þar sem Keflvíkingar heimsóttu ÍA. Bjarki Gunnlaugsson var í byrjunarliði ÍA en hann er nýkominn frá Deiglunni. Einnig spilaði Kári Steinn Reynisson í fyrsta skipti á þessu tímabili vegna meiðsla. Það sama má segja um Pálma Haraldsson og Hálfdán Gíslason. Þannig að ÍA stilltu upp sterkari liði en áður í sumar. Strax á sjöttu mínútu kom fyrsta markið og var þar að verki Adolf Sveinsson fyrir gestina. En Adam var ekki lengi í Paradís og Bjarki Gunnlaugsson skoraði fyrir ÍA 1-1. Þeir komust síðan í 4-1 fyrir hlé en þar voru að verki Hjörtur Hjartarsson, Ellert Jón Björnsson og Bjarki með sitt annað mark. Baldur Aðalsteinsson kom ÍA í 5-1 en varamaðurinn Hörður Sveinsson náði að minnka muninn fyrir Keflavík 5-2 en mörkin urðu ekki fleiri.

KA komst í þriðja sætið með naumum sigri á FH 0-1. Ég heyrði það í Heklusporti í gær að Höddi skinka var mjög fúll yfir úrslitum leiksins enda lágu víst FH-ingar í sókn á meðan KA-menn reyndu eins og þeir gátu að halda jafntefli en gerðu gott betur og nældu sér í öll stigin þrjú. Það var á seinustu mínútu leiksins að Neil McGowan fékk boltann í vítateig FH eftir langa aukaspyrnu frá Slobodan Milisic, potaði honum framhjá markverðinum og fylgdi sjálfur á eftir. Mikil vonbrigði fyrir Hafnfirðinga.

Á Akureyri léku Þór og ÍBV í leik sem var víst mjög skemmtilegur. Leikurinn tafðist um 45 mínútur vegna flugvélaskorts!!! En engin mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleik en í upphafi þess síðari kom Tómas Ingi Tómasson ÍBV yfir 0-1. Hann fékk góða sendingu innfyrir vörn Þórs frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Atli Rúnarsson varði skot hans en Tómas Ingi fékk boltann aftur og sendi hann í tómt markið. Á 62.mínútu braust Jóhann Þórhallsson í gegnum vörn ÍBV eftir gott spil við Óðin Árnason, komst einn gegn Birki Kristins og skoraði með föstu skoti. Jafntefli því niðurstaðan 1-1.

Fylkir - Grindavík 2-0
1-0 Steingrímur Jóhannesson (21)
2-0 Sævar Þór Gíslason (29)

ÍA - Keflavík 5-2
0-1 Adolf Sveinsson (6)
1-1 Bjarki Gunnlaugsson (8)
2-1 Hjörtur Hjartarsson (17)
3-1 Bjarki Gunnlaugsson (23)
4-1 Ellert Jón Björnsson (36)
5-1 Baldur Aðalsteinsson (52)
5-2 Hörður Sveinsson (81)

FH - KA 0-1
0-1 Neil McGowan (90)

Þór - ÍBV 1-1
0-1 Tómas Ingi Tómasson (47)
1-1 Jóhann Þórhallsson (62)

(Mynd af Fylkir.com)