Þegar ég var að skoða Manutd.com rakst ég á nokkuð frekar merkilegt en svo virðist sem Monaco sé búið að bjóða í gamla markmanninn sinn Fabian Barthes. Verðið ku vera 4 millur og á hann hugsanlega að vera á leið frá United. Svo er það Quinton Fortune en Inter Milan er víst á höttonum eftir honum. Ekki er búið að ákveða verðið á honum.
Leeds United er líka víst að pæla í Roy Keane fyrir 15 millur.
Svo ég var að hugsa hvort kannski hann fari upp í kaupverðið á Rio Ferdinand? Þótt mér finnist það harla ólíklegt að United selji fyrirliðann sinn.
Hinn lítt þekkti Markmaður Paul Rachubka er líka víst að fara til Charlton Athletic fyrir 200.000 pund.
Svo eru það engir aðrir en hæst keyptu menn allra tíma hjá United en já, svo virðist sem Ruud Van Nistelrooy og Juan Sebastian Veron séu á leið frá United. Real Madrid virðist tilbúið að borga fyrir þennann snilling litlar 30 miljónir.
Barca ætlar að kaupa Veron fyrir 28 miljónir.
Þetta er allt óstaðfest (held ég en) þið getið séð þetta á
Manutd.com