“Sumarið er tíminn” söng Bubbi Morthens hér fyrir nokkrum árum, og það má vel yfirfæra þær línur yfir á knattspyrnuna. Á sumrin hugsa leikmenn sér til hreyfings og nær daglega er nýr leikmaður orðaður við Manchester United. Við lítum hér yfir nýjustu fréttir af þessum vettvangi.
Argentínski landsliðsmaðurinn, Juan Pablo Sorín, segist ekki vera á förum anna en til Lazio á Ítalíu. Eins og einhverjum er eflaust kunnugt þá hefur hann tekið tilboði Lazio um að leika með liðinu á næstu leiktíð, en nú fyrir skemmstu bárust fréttir af því að Rómarliðið ætti í erfiðleikum með að safna saman fyrir kaupverðinu, og jafnvel var fullyrt að Sorín væri á leiðinni til Manchester United eftir heimsmeistarakeppnina. Hann hefur þó vísað þeim fréttum á bug.
“Ég er ákveðinn. Ég vil leika fyrir Lazio. Það verður enginn dramatískur viðsnúngingur í þessum efnum.”
David Gill, stjórnarmaður Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson muni fá að kaupa þá leikmenn sem hann vilji, en í seinustu viku lýsti Skotinn yfir áhgua sínum á ítalska varnaramanninum Alessandro Nesta sem verðlagður er á litlar £25 milljónir.
“Það er okkar verk hvað varðar rekstur félagsins að sjá til þess að við höldum áfram að auka tekjur okkar og hagnað.”
“Samt sem áður sjáum við til þess að við fjárfestum í þeim leikmönnum sem stjórinn vill.”
Sir Alex Ferguson hefur blásið á fréttir um að hann sé á höttunum eftir brasilíska varnarmanninum Roberto Carlos, leikmanni Real Madrid. Skotinn segist þó stefna á að bæta tveimur heimsklassavarnarmönnum í leikmannnahóp Manchester United fyrir átökin á næstu leiktíð.
Carlos sjálfur segist heldur ekki vera á leið til United.
“Ég vil ekki skemma ímynd mína í augum stuðningsmannanna, ég vil ekki líta út fyrir að vera einhver málaliði.”
“Ég er jafn ánægður á Spáni og í Brasilíu og ég vil ekki breyta þessu.”
“Ég talaði við blaðamann á mánudag sem sagði mér frá áhuga Manchester. Síðan birtust fréttirnar í spænskum fjölmiðlum á þriðjudag. Það var engin lygi þar.”
“Ítalskir blaðamenn höfðu samband við mig á mánudag sem sögðu mér frá því að það væri tilboð væntanlegt frá Manchester. Ég vona bara að þetta verði allt kveðið niður sem fyrst.”
“Ég kann illa við svona misskilning. Ég er mjög ánægður í Madrid, ásamt fjölskyldu minni, sem er ástæðan fyrir því að ég þarf ekki að fara. Ef það berst tilboð þá hef ég lokaorðið.”
Þá berast einnig fréttir af því að Claude Makelele, leikmaður Real Madrid, sem orðaður hefur verið við Manchester United sé að semja um nýjan samning við Madrídar liðið.
Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur hug á að blanda sér í baráttuna við West Bromwich Albion um undirskrift varnarmannsins Ronnie Wallwork sem er á förum frá Manchester United nú í sumar á frjálsri sölu.
Wallwork mun væntanlega eiga fund með Redknapp í byrjun þessar viku til þess að ræða samningstilboðið.
Andy King, stjóri Swindon, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa enska U-20 ára landsliðsmanninn Jimmy Davis, sem var fastamaður í varaliði Manchester United sem varð meistari á seinustu leiktíð.
“Ég hef rætt við Sir Alex Ferguson um Jimmy Davis og hann virkaði býsna jákvæður. Ég hugsa að sú staðreynd að við skulum vera að skoða leikmann af þessari stærðargráðu sýni hversu hátt við stefnum.”