Þrátt fyrir að þetta áhugamál beri nafnið “Símadeildin” þá er þetta áhugamál eiginlega um íslenska knattspyrnu almennt. Ég styð lið í 1.Deildinni og finnst leiðinlegt hvað lítið er sent inn af greinum sem tengjast neðri deildunum og Kvennaboltanum. Ég ákvað að bæta aðeins úr því og birti hér með stöðurnar í deildunum og legg mitt mat á þær.
>>>
SÍMADEILD KVENNA
Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, sagði í viðtali á útvarpi Sögu 94,3 að það væri svo erfitt við kvennaboltann að oft safnast allar þær bestu í eitt lið. Þetta er því miður staðreynd með KR-liðið. Þvílíkir yfirburðir! Fjórir leikir, allt sigrar. Markatalan 24-0!!! Ég held að KR-stúlkur geti hér um bil byrjað strax að fagna íslandsmeistaratitlinum. Ég get ekki séð nokkurt lið stöðva þær, sérstaklega þar sem þær eru með hinn íslenska Gerd Muller í sínum röðum, Olgu Færseth! Valur og Breiðablik munu bítast um silfrið og ég spá Val því. ÍBV hefur ollið mestum vonbrigðum það sem af er.
Staðan eftir 4.umferðir
1 KR 12
2 Valur 10
3 Breiðablik 9
4 Stjarnan 5
5 ÍBV 3
6 Grindavík 3
7 Þór/KA/KS 3
8 FH 1
Næstu leikir:
Sun. 16. jún. - 14:00 FH - Þór/KA/KS
Mið. 19. jún. - 19:00 Stjarnan - ÍBV
Mið. 19. jún. - 20:00 Valur - Breiðablik
Fös. 21. jún. - 20:00 Grindavík - KR
>>>
1.DEILD KARLA
Valsmenn eru á svaka siglingu í 1.Deildinni og ef þeir halda svona áfram þá munu þeir spila aftur meðal þeirra bestu á næsta ári. Sameinað lið Leifturs og Dalvík er að standa sig vel og greinilegt að samruninn borgaði sig. Þá hafa nýliðarnir kannski komið svoldið á óvart, Haukar og Afturelding. Sérstaklega síðarnefnda liðið sem er með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Þróttur og Breiðablik hafa ollið miklum vonbrigðum, væntingarnar miklar en árangur lítill. Svo er ÍR með arfaslakt lið. Gummi Torfa þarf að fara að gera eitthvað róttækt. Munurinn milli A-deildar og B-deildar er sífellt að minnka, lið í toppbaráttu B-deildar gæti hvenær sem er unnið hvaða lið sem er í A-deild.
Staðan (Leikir innan sviga)
1 Valur (5) 13
2 Leiftur/Dalvík (5) 8
3 Haukar (5) 8
4 Afturelding (4) 8
5 Víkingur R. (5) 7
6 Stjarnan (5) 6
7 Þróttur R. (5) 5
8 ÍR (5) 5
9 Breiðablik (4) 4
10 Sindri (5) 1
Næstu leikir:
þri. 18. jún. - 20:00 Breiðablik - Afturelding
fös. 21. jún. - 20:00 Þróttur R. - Valur
fös. 21. jún. - 20:00 Leiftur/Dalvík - Víkingur R.
fös. 21. jún. - 20:00 ÍR - Stjarnan
lau. 22. jún. - 14:00 Haukar - Afturelding
lau. 22. jún. - 14:00 Breiðablik - Sindri
>>>
2.DEILD KARLA
Nú eru fimm umferðir búnar og nýliðarnir HK og Njarðvík efst og satt best að segja kemur það mér ekkert á óvart þar sem ég veit að bæði lið eru mjög sterk. Reyndar kemur fátt mér á óvart í 2.Deild nema það að ég hefði frekar búist við því að Leiknir væri á staðnum þar sem KS er og öfugt. Leiknismenn eru búnir að spila illa og fá allt of mörg mörk á sig. Mikil vonbrigði þar sem liðið er talið mun sterkara en það var í fyrra. Skallagrímur er með arfaslakt lið og eiga þeir ekki eftir að uppskera mörg stig í sumar.
Staðan eftir 5.umferðir
1 HK 15
2 Njarðvík 12
3 KS 10
4 Tindastóll 9
5 Víðir 9
6 Selfoss 7
7 Völsungur 5
8 Leiknir R. 3
9 Léttir 3
10 Skallagrímur 0