Damien Duff
Nýjasta fréttin úr herbúðum Blackburn eru þær að nú eru bæði Man.Utd og Liverpool að bera víurnar í Damien Duff en Souness (Snillingur) vill að sjálfsögðu ekki selja enda Duff orðinn einn af þremur bestu vinstri kantmönnum í enska boltanum ef ekki í heiminum. Hann er snillingur með boltann, snöggur, útsjónarsamur, getur tætt hvaða hægri bakvörð sem er í sundur og er með góðar fyrirgjafir. Nú er bara að sjá hvort liðin vilji borga uppsett verð fyrir hann sem er 20 milljónir punda. Ég vona ekki fyrir hönd míns lið (Áfram Blackburn Rovers). Ekki má gleyma því að Duff setti hann í dag fyrir Íra á HM. Að mínu áliti hafa engir vinstri kantmenn tærnar þar sem Duff og Giggs hafa hælanna. Hver finnst ykkur vera besti vinstri kantmaður á Englandi? Í heimi?