Í gær léku Fylkismenn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þegar aðeins 9.mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Steingrímur Jóhannesson fyrir Fylki gegn sínum gömlu samherjum í ÍBV. Hann var í framlínu Fylkismanna í leiknum ásamt Kristni Tómassyni sem hefur þurft að verma varamannabekkinn ú upphafi. Markið kom eftir stungusendingu frá Finni Kolbeinssyni en Steingrímur slapp einn í gegn. Í næstu sókn á eftir skoruðu ÍBV að vísu en Bragi Bergman dæmdi markið af vegna rangstæðu. ÍBV sóttu meira í leiknum en þeir voru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Ingi Sigurðsson nýráðinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kom inn á sem varamaður í lið ÍBV í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lok leiksins en niðurstaðan sigur hjá Fylki 1-0. Botnbaráttan er því framundan hjá ÍBV og langt síðan að liðið tapaði 2 leikjum á heimavelli. Mætingin á Hásteinsvöll í gær var slæm og langt síðan að jafn fátt var á vellinum.
Íslandsmeistarar ÍA eru enn án sigurs eftir 5. umferð í Símadeild karla í knattspyrnu. Í gær gerði liðið 1-1 jafntefli við KA á Akureyri. Varamaðurinn Ellert Jón Björnsson náði forystunni fyrir Skagamenn á 81. mínútu en Elmar Dan Sigþórsson jafnaði fyrir KA á 83. mínútu en hann hafði einnig komið inn á sem varamaður. Frammistaða ÍA hefur ollið gífurlega miklum vonbrigðum og alveg öruggt að Óli Þórðar þarf að fara að gera eitthvað róttækt ef ekki á illa að fara.
ÍBV - Fylkir 0-1
0-1 Steingrímur Jóhannesson (9)
KA - ÍA 1-1
0-1 Ellert Jón Björnsson (81)
1-1 Elmar Dan Sigþórsson