
Að mínu mati er þessi framkoma algjörlega til skammar og væri gaman að vita hvað stuðningsmönnum Fylkis finnst um þetta. Finnst þeim þetta kannski “bara snilld” og “rosalega sniðugt” eða geta þeir tekið undir þá skoðun mína að svona hegði fullvaxta karlmenn sig ekki nema eitthvað vanti í kollinn á þeim. Ég hef ekki haft mjög mikið álit á Steingrími sem knattspyrnumanni og það er alveg ljóst að það á ekki eftir að batna eftir þetta.
Samkvæmt Fram.is þá voru reyndar stuðningsmenn Fram sammála um að þeir hefðu oft séð fallegri kinnar en þær sem Steingrímur Jóhannesson beraði á Fylkisvellinum í gær!