
Á 54.mínútu skoraði Þorbjörn Atli Sveinsson og Fram komst í 2-0. Hann var sallarólegur þegar hann sólaði hvern Fylkismanninn á fætur öðrum áður en hann setti boltann framhjá Kjartani markverði. Fylkismenn fengu aukaspyrnu c.a. 25 metra frá marki Framara á 61.mínútu. Finnur tók spyrnuna sem hafði viðkomu í veggnum og því fengu Fylkismenn hornspyrnu. Eftir hornspyrnuna skoraði Steingrímur Jóhannesson af stuttu færi. Hann hafði komið inná sem varamaður fyrir Björn Viðar aðeins 10 mínútum áður. Ómar Valdimarsson og Theodór Óskarsson voru einnig settir inná hjá Fylki og leikur þeirra batnaði til mikilla muna við þessar skiptingar. Steingrímur fékk dauðafæri á 67.mínútu en honum brást bogalistin. Gunnar Bachmann sem kom inná hjá Fram skoraði á 85.mínútu eftir frábæran samleik við Þorbjörn og Andra Fannar en Fylkismenn minnkuðu muninn aðeins mínútu síðar 3-2. Þar var að verki Jón Hermannsson með lúmsku skoti frá vítateigslínu. Framarar voru alveg sofandi eftir að hafa skorað. Mikil spenna hljóp í leikinn við þetta og kom seinasta markið þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Hver annar en Steingrímur Jóhannesson skoraði fyrir Fylkismenn eftir góða sókn, úrslitin því 3 - 3. Sorgleg staðreynd fyrir Fram að hafa glutrað unnum leik í jafntefli.
Ekki endaði þessi leikur vel fyrir Framara en þeir geta huggað sig við þessa frétt:
http://www.fram.is/adalstjorn/frettir/frett.asp?id=345
Já, Reykjavíkurborg ætlar loksins að taka þátt í því að bæta æfingaaðstöðuna í Safamýrinni.
Fylkir - Fram 3-3
0-1 Andri Fannar Ottóson
0-2 Þorbjörn Atli Sveinsson
1-2 Steingrímur Jóhannesson
1-3 Gunnar Bachmann
2-3 Jón Hermannsson
3-3 Steingrímur Jóhannesson